• Email
  • Prenta

Bindiefni

Bindiefni er flokksheiti sem lengi hefur verið notað sem samheiti fyrir efnasambönd sem hafa ýmis áhrif á stöðugleika matvæla og þá um leið útlit þeirra. Með nýjum reglum um aukefni var flokknum bindiefni skipt upp í marga aukefnaflokka sem skýra betur hver tilgangur með notkun efnanna er. Hins vegar er hætt við að neytendur eigi erfitt með að skilja sum þessara heita þar sem þau eru ýmist ný af nálinni eða tengd tæknilegum þáttum í matvælaframleiðslu. Nú er litið á bindiefni (stabilizer) sem þau efni sem koma í veg fyrir að efnisþættir í vöru eins og smjörlíki skilji sig eða að botnfall myndist í kakómjólk.