• Email
 • Prenta

Erfðabreytt

Yfirlit:
INNGANGUR

Erfðatæknin þróaðist upp úr rannsóknum á bakteríufræði í kringum 1970. Á 8. áratugnum voru þróaðar aðferðir til að tengja saman DNA-búta og flytja inn í plasmíð (litlar, hringlaga DNA-sameindir) sem gátu margfaldast í bakteríufrumum. Gen voru ferjuð úr dýrum og plöntum og aðferðir þróaðar til að tjáning þeirra gæti farið fram í bakteríufrumunum. Þannig var hægt að flytja gen úr einni lífveru yfir í aðra og innlima nýstárlega eiginleika eða einkenni. Með erfðatækninni fást erfðabreyttar lífverur (GMOs) en þær eru skilgreindar sem lífverur þar sem erfðaefninu (DNA) hefur verið breytt á annan hátt en gerist í náttúrunni við pörun og/eða náttúrulega endurröðun. Erfðabreyttar lífverur geta verið plöntur, dýr og örverur eins og t.d. bakteríur og sveppir.

Hvað er gen?

Genin ákvarða mismunandi eiginleika lífvera, svo sem þá að plöntur mynda rætur og bera blóm og að fjórfætlingar hafa fjóra fætur. Genin ákvarða einnig annars konar eiginleika, t.d. lit blóma og augnlit manna og dýra. Gen er sá hluti erfðaefnisins sem geymir upplýsingar um hvers konar prótein (einnig kölluð eggjahvítuefni) frumurnar í lífverum eiga að mynda en próteinin eru stórar sameindir myndaðar úr amínósýrum sem gegna margþættu og mikilvægu hlutverki í líkamanum. Próteinin eru t.d. byggingarefni líkamans, frumuhimnan er gerð úr próteinum og fitum, hár, neglur og vöðvar eru úr próteinum, hormón, mótefni, burðarefni og ensím eru prótein og eins eru prótein í fæðu næring þar sem amínósýrurnar nýtast líkamanum ýmist sem byggingarefni eða orka fyrir frumurnar. 

Kynbætur og erfðabreytingar

Við kynæxlun blandast erfðaefni beggja foreldra og afkvæmin fá sitt lítið af hverju frá hvoru foreldri. Blöndun erfðaefnis er forsenda fyrir hefðbundnum kynbótum, en kynbætur eru þó takmarkaðar að því leiti að aðeins er hægt að blanda saman erfðaefni lífvera af sömu tegund. Hægt er til dæmis að blanda saman erfðaefni mismunandi hrossaafbrigða, en þegar erfðaefni hests og asna er blandað saman verður útkoman ófrjótt múldýr. Á sama hátt er aðeins hægt að blanda saman erfðaefni skyldra plantna. Með aðferðum erfðatækninnar er hins vegar hægt að færa erfðaefni milli óskyldra tegunda og þar með að fara yfir þau mörk sem náttúran setur blöndun erfðaefnis óskyldra lífvera. Þannig er hægt að flytja erfðaefni úr bakteríu inn í frumur hveitiplantna eða úr fiski í frumur kartöfluplantna og fæst með því erfðabreytt hveiti og erfðabreyttar kartöflur.

Því má því segja að munurinn á lífverum sem verða til með hefðbundnum kynbótum og þeirra sem eru erfðabreyttar, sé sá að allt erfðaefnið blandast við hefðbundnar kynbætur og á sér stað innan sömu eða náskyldra tegunda en með erfðatækninni er hægt að flytja eitt eða fleiri vel skilgreind gen á milli ólíkra og óskyldra tegunda.

Möguleikar erfðabreytinga

Algengustu erfðabreyttu lífverurnar sem hafa verið þróaðar og markaðssettar eru erfðabreyttar plöntur s.s. maís, soja, repja og baðmull. Í upphafi snéru erfðabreytingarnar aðallega að því að auðvelda og bæta aðstæður við ræktun plantna og er þol gegn meindýrum, eins og sveppum, vírusum og skordýrum, og þol gegn illgresiseyðandi efnum langalgengustu erfðabreytingarnar. Áherslan í erfðabreytingunum hefur þó í auknum mæli færst yfir á næringu og hollustu matvæla og að auka framleiðslugetu til þess að mæta aukinni fæðuþörf sem leiðir af vaxandi fólksfjölgun í heiminum, einkum í þróunarlöndunum.

Plöntum er m.a. erfðabreytt til að ná fram:

 • meiri uppskeru með því að auka mótstöðuafl plantna gegn sjúkdómsvöldum eða illgresiseyðandi efnum. Plöntur eru t.d. látnar framleiða efni sem fæla frá skordýr, þær eru gerðar ónæmar fyrir sýkingum eða þolnar gegn illgresiseyðandi efnum,
 • plöntum sem geta vaxið og þroskast við misjöfn umhverfisskilyrði, s.s. sveiflur í hitastigi, í frosti, við þurrka eða í söltum jarðvegi. Með þessu móti má rækta plöntur á svæðum sem annars myndu ekki henta vel til ræktunar eða jafnvel á áður óræktanlegum landssvæðum,
 • auknu geymslu- og flutningsþoli grænmetis og ávaxta, t.d. með því að hægja á þroska,
 • breytingum á efnasamsetningu. Hægt að breyta samsetningu fitusýra (t.d. aukið hlutfall oleic sýru á kostnað linoleic sýru), amínósýru samsetningu (meira meþíónín, lysín eða triptófan) og sterkju samsetningu matvæla. Sem dæmi má nefna kartöflur með breytta samsetningu sterkju (amýlópektín á kostnað amýlósa) til framleiðslu á kartöflumjöli,
 • plöntum þar sem ofnæmisvakar hafa verið fjarlægðir, t.d. úr hnetum, hveiti og sojabaunum,
 • plöntum með aukið næringargildi s.s. aukið magn A-vítamíns, C-vítamíns, fólínsýru eða annarra vítamína, aukið járn eða annarra bætiefna,
 • plöntum með breytt orkugildi s.s. aukið próteininnihald í hrísgrjónum, sorghum, hveiti og fleiri korntegundum, minni fita,
 • plöntum sem framleiða lyfjaefni, hormón, mótefni og fl. Insúlín sem menn nota við sykursýki er framleitt með erfðatæknilegum hætti í bakteríum. Aðferðin var þróuð í kringum 1980 og árið 1982 kom fyrsta erfðatækniframleidda insúlínið á markað.

Ekki eru allir sammála um ágæti erfðabreyttra lífvera og erfðabreyttra matvæla og hefur m.a. verið bent á hugsanlega áhættu sem af notkun þeirra hlýst. Meðal þess sem nefnt hefur verið er:

 • notkun á illgresiseyðum eykst í stað þess að minnka,
 • nýir eiginleikar erfðabreyttra plantna flytjast yfir í villtar plöntur og hafa áhrif á vistkerfið með ófyrirsjáanlegum áhrifum fyrir allt lífríkið,
 • nýir eiginleikar erfðabreyttra matvæla og fóðurs færast yfir í þann sem þeirra neytir,
 • heilsu- og umhverfisskaði,
 • erfðabreyttar plöntur verða að illgresi,
 • uppskera minnkar í stað þessa að aukast .

Dýrum hefur einnig verið erfðabreytt þó að þau séu ekki enn komin á markað sem erfðabreytt matvæli eða fóður. En dýrum er m.a. erfðabreytt til að ná fram:

 • auknum vaxtarhraða eða auknum afurðum, t.d. hraðari vexti svína og laxa eða aukinni mjólkurframleiðslu mjólkurkúa,
 • erfðabreyttum dýrum sem framleiða og skila frá sér verðmætum lyfjum, t.d. í mjólk,
 • erfðabreyttum dýrum sem notuð eru í þágu læknavísinda.
Erfðabreyttur lax er eina dýrið sem fengið hefur leyfi til markaðssetningar á neytendamarkað. Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) veitti leyfið í nóvember 2015 og fylgdi Kanada í kjölfarið og heimilaði sölu og neyslu laxsins árið 2016.


ERFÐABREYTT MATVÆLI

Hvað eru erfðabreytt matvæli?

Erfðabreytt matvæli eru skilgreind í reglugerð nr. 1237/2014 sem matvæli sem innihalda eða samanstanda af erfðabreyttum lífverum eða eru framleidd úr eða innihalda innihaldsefni sem eru framleidd úrerfðabreyttum lífverum. Sem dæmi um þessi matvæli eru:

 • matvæli sem innihalda eða samanstanda af erfðabreyttum lífverum: sojabaunir, maís, tómatar, kartafla, lax, banani, mjólkurvörur með erfðabreyttum mjólkursýrugerlum, salami (hrá pylsa) með erfðabreyttum bakteríum, múslí með erfðabreyttum fræjum, bjór með erfðabreyttum gersveppum,
 • matvæli sem framleidd eru úr erfðabreyttum lífverum: tómatmauk úr erfðabreyttum tómötum, kornflögur og poppmaís úr erfðabreyttum maís, kartöflumjöl úr erfðabreyttum kartöflum,
 • innihaldsefni framleidd úr erfðabreyttum lífverum: sojaolía, baðmullarolía, repjuolía, maíssterkja, glúkósi úr maís, glúkósa síróp úr maís, sykur úr sykurrófum, lesitín úr soja,
 • matvæli með innihaldsefnum sem framleidd eru úr erfðabreyttum lífverum: kex með olíu (baðmullar-, maís-, sojaolía og fl.), súkkulaði með sojalesitíni, bökunarvörur með maíssterkju, glúkósa eða glúkósasírópi, ýmsar vörur með sykri úr erfðabreyttum sykurrófum.

Er óhætt að borða erfðabreytt matvæli?

Allar lífverur innihalda mörg þúsund gen og í hvert sinn sem við borðum mat borðum við gen. Hvatar í meltingarveginum brjóta genin niður í smáar einingar sem eru notaðar til að byggja ný gen sem okkur eru lífsnauðsynleg.

Í erfðabreyttum matvælum eru sömu gen og í samsvarandi hefðbundnum matvælum. Munurinn er að einu eða fleiri genum hefur verið bætt við, breytt eða tekin burt með erfðatæknilegum aðferðum. Ekki er talið að erfðaefni flytjist yfir í erfðamengi þess sem neytir matvælanna. Þá skiptir vitanlega ekki máli hvort það er erfðaefni úr erfðabreyttri lífveru eða ekki. Áður en erfðabreytt matvæli eru sett á markað í Evrópusambandinu þurfa þau að undirgangast strangt áhættumat sem framkvæmt er af Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA). Þau matvæli sem leyfð eru á Evrópumarkaði teljast örugg til neyslu. Árið 2007 ályktaði EFSA að erfðaefni úr erfðabreyttum lífverum væri brotið niður í líkamanum á sama hátt og annað erfðaefni og að það væri ekki að finna í vefjum, vökvum (mjólk) eða unnum vörum dýra eins og kjúklingum, svínum, nautgripum eða fuglum sem alin eru á erfðabreyttu fóðri. Þ.e. erfðabreytta efnið flyst ekki yfir í þann einstakling sem neytir þess. Álit EFSA má nálgast hér:

Evrópusambandið gaf út skýrslu þar sem teknar eru saman rannsóknir á erfðabreyttum lífverum sem gerðar eru á árunum 2001-2010. Skýrslan fjallar m.a um áhrif erfðabreyttra lífvera á umhverfið og áhrif neyslu þeirra á heilsu manna og dýra. Niðurstaðan er sú að ekki séu vísindalegar sannanir fyrir því að erfðabreytt matvæli og erfðabreytt fóður séu hættuleg heilsu neytenda og dýra. Skýrsluna má nálgast hér:

Matvæla- og landbúnaðarstofnun sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization of the United Nations) hefur komið á fót alþjóðlegum gagnagrunni þar sem finna má ýmsar upplýsingar um erfðabreytt matvæli s.s. hvaða reglur gilda í hverju landi og upplýsingar um áhættumat sem gerð hafa verið á matvælum úr erfðabreyttum lífverum. 

FAO GM Foods Platform

Útbreiðsla erfðabreyttra matvæla

Frá því fyrstu erfðabreyttu tómatarnir komu á markað í Bandaríkjunum árið 1994 er búið að leyfa framleiðslu og sölu fjölmargra tegunda erfðabreyttra matjurta. Í ríkjum Evrópusambandsins hafa erfðabreyttar sojabaunir, maís, olíurepja, baðmull, kartöflur og sykurrófur verið leyfð til markaðssetningar þrátt fyrir strangar reglur sem þar gilda. Auk þess má finna erfðabreytt hrísgrjón, hörfræ, papaya og fleira á markaði í öðrum heimshlutum. Afurðir erfðabreyttra lífvera eru mikið notaðar og finnast víða í unnum matvælum. Sem dæmi um afurðir unnar úr soja má nefna mjöl, prótein, olíur og lesitín. Þessar afurðir má m.a. finna í brauði, kexi, majónesi, súpum, sósum, ís, kartöfluflögum, súkkulaði, barnamat, smjörlíki, sælgæti og fl. Ýmsum öðrum matjurtum hefur einnig verið erfðabreytt víða um heim þó svo að afurðirnar séu ekki komnar á neytendamarkað.

Nokkur þekkt erfðabreytt matvæli

FlavrSavr tómatur

Árið 1994 kom fyrsta erfðabreytta matvælið á markað í Bandaríkjunum en það var FlavrSavr tómaturinn. Tómatinum var erfðabreytt þannig að hægt var á þroskunarferli hans og var tilgangurinn að lengja geymslu- og flutningsþol. Erfðabreytingin fólst í því, að í stað þess að breyta eiginleikum tómatsins með því að bæta við nýju, utanaðkomandi geni, eins og oftast er gert með erfðabreytt matvæli, þá var skrúfað fyrir tjáningu á einu geni í tómatinum sem skráir ensímið pólýgalaktúranasa, en það er ensím sem virkjast venjulega þegar tómaturinn er fullþroskaður og veldur því að vefurinn mýkist með þeim afleiðingum að tómaturinn ofþroskast og rotnar. Við það að loka fyrir þetta eina gen hélst tómaturinn fullþroskaður u.þ.b. viku lengur. Sala FlavrSavr tómata stóð ekki undir væntingum og var sölu hans hætt árið 1997.

Gullnu hrísgrjónin, Golden Rice

Golden Rice eru A-vítamínbætt hrísgrjón en venjuleg hrísgrjón innihalda lítið af A-vítamíni. A-vítamín skortur er útbreiddur í ríkjum þar sem hrísgrjón eru aðaluppistaðan í fæðu og næringu manna og getur skortur leitt til blindu og jafnvel dauða. Golden Rice hrísgrjónunum var erfðabreytt þannig að þau innihalda mun meira beta-carotene, sem er forveraform A-vítamíns, heldur en hefðbundin hrísgrjón. Hugsunin er sú að þegar fólk í þróunarlöndunum fer að neyta þessara hrísgrjóna muni draga mjög úr A-vítamín skorti og þannig verði hægt að bjarga fjölda mannslífa. Nánar má lesa um Golden Rice á www.irri.org.

Erfðabreyttur lax 

Laxi hefur verið erfðabreytt þannig að hann hefur tvöfaldan vaxtarhraða á við óerfðabreyttan lax (www.aquabounty.com). Erfðabreytti laxinn var leyfður til markaðssetningar á neytendamarkað árið 2016 af bandarísku matvæla- og lyfjastofnunni (FDA). FDA ályktaði að erfðabreytti laxinn sé ekki ógn við náttúruna og að hann sé jafn öruggur til neyslu og annar Atlantshafslax. Laxinn er fyrsta erfðabreytta dýrið sem kemur á neytendamarkað en mikil andstaða er við markaðssetningu hans á meðal ýmissa neytenda- og náttúruverndarhópa og hafa margar verslunarkeðjur gefið út að þær muni ekki selja erfðabreyttan lax í búðum sínum.

Klónun

Klónun telst ekki til erfðabreytinga. Við klónun verður til lífvera sem er nákvæm eftirmynd af móðurlífverunni, þ.e. afkvæmið hefur sömu DNA raðir og móðirin. Plöntur hafa verið framleiddar með klónun í mörg ár með því að taka lítinn hluta af plöntunni og rækta aðra plöntu upp af henni. Klónun hefur einnig verið beitt um nokkurt skeið við ræktun nokkurra ávaxta og grænmetis eins og t.d. banana. Fyrsta klónaða dýrið varð til árið 1996 þegar kindin Dolly fæddist. Klónun dýra felst í því að kjarna úr ófrjóvgaðri eggfrumu er skipt út fyrir kjarna úr líkamsfrumu dýrsins og þannig er myndaður fósturvísir. Fósturvísirinn er þá færður yfir í staðgöngumóður þar sem fóstrið þroskast fram að fæðingu.

Í Evrópusambandinu falla matvæli sem framleidd eru úr klónuðum dýrum undir reglugerð um nýfæði (reglugerð nr. 258/97). Samkvæmt reglugerðinni þurfa matvæli úr klónuðum dýrum að gangast undir áhættumat og fá leyfi frá löndum Evrópusambandsins áður en þau eru sett á markað. Í dag eru afurðir úr klónuðum dýrum ekki á markaði í Evrópu og engar upplýsingar um að þær séu heldur til á öðrum mörkuðum heimsins.LÖGGJÖF Á ÍSLANDI

Matvælastofnun hefur yfirumsjón með löggjöf um erfðabreytt matvæli og erfðabreytt fóður en Umhverfisstofnun (www.ust.is) hefur yfirumsjón með löggjöf um erfðabreyttar lífverur.

Í desember 2010 var fyrsta reglugerðin um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs innleidd hér á landi með reglugerð. nr. 1038/2010. Þessi reglugerð var felld úr gildi í janúar 2015 þegar reglugerð nr. 1237/2014 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs var innleidd. Nýja reglugerðin er efnislega eins og sú gamla en í nýju reglugerðina er búið að innlima þær breytingar sem gerðar voru á þeirri gömlu (tvær breytingareglugerðir höfðu verið gefnar út).

Reglugerð nr. 1237/2014 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs

Merkingarákæði reglugerðarinnar er byggt á reglugerðum Evrópusambandsins nr. 1829/2003 og 1830/2003 (um erfðabreytt matvæli og fóður) og þarf að merkja öll erfðabreytt matvæli, jafnvel þó þau innihaldi ekki prótein eða gen úr erfðabreyttri lífveru.

Í gildissviði (1. gr.) reglugerðarinnar segir: „Reglugerðin gildir um merkingar og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs eins og þau eru skilgreind í 3. grein þessarar reglugerðar. Reglugerðin gildir þannig um matvæli og fóður sem:

a. samanstanda af eða innihalda erfðabreyttar lífverur eða,
b. eru framleidd úr erfðabreyttum lífverum eða innihalda innihaldsefni framleidd úr erfðabreyttum lífverum, enda þótt erfðabreytta efnið greinist ekki í lokaafurðinni.“

Nánari upplýsingar um reglugerð nr. 1237/2014 má finna hér:

Eftirlit með erfðabreyttum matvælum og erfðabreyttu fóðri

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunnar fara með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar nr. 1237/2014 sé framfylgt vegna erfðabreyttra matvæla. Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt vegna erfðabreytts fóðurs. 

Lög nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur 

Lög nr. 18/1996 ná yfir alla notkun og starfsemi með erfðabreyttar lífverur, þar með taldar rannsóknir, ræktun, framleiðslu, geymslu, meðhöndlun úrgangs, sleppingu og dreifingu auk eftirlits með athafnasvæðum og hefur Umhverfisstofnun yfirumsjón með þessum málaflokki. Jafnframt taka lögin til innflutnings, merkingar, markaðssetningar, sölu og annarrar afhendingar erfðabreyttra lífvera, svo og til vöru eða hluta úr vöru sem inniheldur þær að einhverju leyti

Lögin gilda hins vegar ekki um afurðir erfðabreyttra lífvera.

Með stoð í lögum um erfðabreyttar lífverur og vegna EES skuldbindinga hafa eftirfarandi reglugerðir verið settar um erfðabreyttar lífverur sem Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með:

 • reglugerð nr. 728/2011 um sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera,
 • reglugerð nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera,
 • reglugerð nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera.LÖGGJÖF Í EVRÓPUSAMBANDINU

Löggjöf ESB varðandi erfðabreyttar lífverur hefur tvö megin markmið:

 • að vernda heilsu manna og umhverfi: einungis er leyfilegt að setja erfðabreyttar lífverur eða matvöru unna úr þeim á markað í ESB ef það er heimilað skv. skilyrðum sem skilgreindir eru í ESB reglunum og byggjast á vísindalegu mati á áhættu fyrir heilbrigði og umhverfi,
 • að tryggja frjálst flæði hollra og öruggra erfðabreyttra afurða innan Evrópusambandsins: ef erfðabreytt lífvera, eða vara unnin úr henni, er leyfð á grundvelli ESB löggjafarinnar, þá er heimilt að nota vöruna og setja á markað á öllu ESB svæðinu.

Tilskipun ESB nr. 2001/18 um sleppingu erfðabreyttra lífvera út í umhverfið og reglugerð ESB nr. 1829/2003 um erfðabreytt matvæli og fóður eru tvær helstu reglurnar er snúa að erfðabreyttum lífverum og erfðabreyttum matvælum og fóðri. Liggur munurinn á þeim í eftirfarandi:

Tilskipun ESB nr. 2001/18: setur reglur um stjórnun og umsjón með sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera út í umhverfið. Aðalmarkmið er að vernda heilsu manna og umhverfisins vegna sleppingar eða dreifingar erfðabreyttra lífvera. Tilskipunin nær yfir eftirfarandi starfssemi með erfðabreyttar lífverur:

 • tilraunarsleppingu eða dreifingu erfðabreyttra lífvera úti í umhverfið, þ.m.t. tilraunaræktanir,
 • markaðssetningu erfðabreyttra lífvera, t.d. ræktun á erfðabreyttum fræjum í viðskiptalegum tilgangi og innflutningur á erfðabreyttu korni.

Reglugerð ESB nr. 1829/2003: setur reglur um markaðssetningu matvæla og fóðurs sem samanstanda af, innihalda eða eru framleidd úr erfðabreyttum lífverum (þ.e.a.s. erfðabreytt matvæli og erfðabreytt fóður). Þessi reglugerð setur almennan ramma og skýra umgjörð um stjórnun erfðabreyttra matvæla og fóðurs í ESB. Aðal markmið reglugerðarinnar er:

 • að vernda heilsu manna og dýra með því að koma á öflugu og eins góðu öryggismati og völ er á áður en erfðabreytt matvæli og fóður er sett á markað,
 • að koma á samhæfðum aðferðum við áhættumat og leyfisveitingu á erfðabreyttum matvælum og fóðri sem eru skilvirkar, tímaháðar og gagnsæjar,
 • að tryggja skýrar merkingar á erfðabreyttum matvælum og fóðri til að bregðast við áhyggjum neytenda og gera þeim kleift að taka upplýsta ákvörðun.

Markaðssetning erfðabreyttra lífvera, matvæla og fóðurs

Báðar ofangreindar ESB gerðir kveða á um að sækja þurfi um leyfi fyrir ræktun, markaðssetningu og annarri notkun erfðabreyttra lífvera eða markaðssetningu og sölu erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs. Allir umsóknir um markaðssetningu erfðabreyttra matvæla/fóðurs og erfðabreyttra lífvera á ESB svæðinu fara í gegnum strangt áhættumat. Umsóknirnar eru sendar til Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA (European Food Safety Authority) sem metur umsóknir eftir ströngum reglum. Aðeins þau erfðabreyttu matvæli sem talin eru skaðlaus með öllu fyrir menn og dýr og sem ekki eru talin hafa skaðleg áhrif á umhverfið fá leyfi til markaðssetningar.

Merking erfðabreyttra matvæla og fóðurs í ESB

Frá því reglugerðir nr. 1829/2003 og nr. 1830/2003 tóku gildi Í ESB árið 2004, hefur þurft að merkja leyfð erfðabreytt matvæli og erfðabreytt fóður með orðunum „genetically modified“ eða „produced from genetically modified (name of organism)”. Merkja þarf öll erfðabreytt matvæli og fóður, hvort sem erfðabreytt efni er til staðar í vörunni eða ekki. Þetta þýðir að merkja þarf innihaldsefni eins og hveiti, olíur og glúkósasíróp ef efnin eru unnin úr erfðabreyttu hráefni. Undanþegin frá merkingarreglunum eru matvæli og fóður þar sem ekki er hægt að útiloka tilfallandi eða tæknilega óhjákvæmilegar leifar heimilaðra erfðabreyttra lífvera ef þær samsvara 0,9% eða minna af innihaldsefnum vörunnar. Kjöt, mjólk og egg úr dýrum sem alin eru á erfðabreyttu fóðri falla heldur ekki undir gildissvið reglugerðarinnar og þarf ekki að merkja sem erfðabreytt. Það sama á við um innihaldsefni matvæla sem framleidd eru með erfðatækni, eins og t.d. aukefni, bragðefni og vítamín, sem framleidd eru í örverum í lokuðum kerfum en örverurnar sjálfar er ekki að finna í lokaafurðinni. Þannig matvæli eru talin hafa verið framleidd „með hjálp“ erfðabreyttra örvera en ekki „úr“ erfðabreyttum örverum. Nánar má lesa um þetta í fundargerð fastanefndar um matvælaferlið og heilbrigði dýra - kafla um erfðabreytt matvæli og fóður og umhverfisáhættu, frá 24. september 2004.Dæmi um merkingarkröfur skv. reglugerð ESB nr. 1829/2003:

Erfðabreytt matvæli/fóður

Dæmi um matvæli/fóður

Þarf að merkja?

Erfðabreytt planta

Síkoría (Chicory)

Erfðabreytt fræ

Maísfræ, hörfræ

Erfðabreytt matvæli

Maís, sojabaun, tómatur

Matvæli framleidd úr erfðabreyttum lífverum

Maísmjöl, sojaolía, glúkósasíróp úr maíssterkju

Matvæli úr dýrum sem alin eru á erfðabreyttu fóðri

Kjöt, mjólk, egg

Nei

Matvæli framleidd með hjálp erfðabreyttra ensíma

Ostur framleiddur með chymosini, bökunarvörur framleiddar með hjálp amylasa

Nei

Aukefni/bragðefni í matvælum framleidd úr erfðabreyttum lífverum

Lesitín úr erfðabreyttum sojabaunum (t.d. notað í súkkulaði)

Aukefni og vítamín í matvælum framleidd með hjálp erfðabreyttra lífvera

B2 vítamín (ríbóflavín), C- vítamín, glútamat, aspartam, xanthan

Nei

Erfðabreyttar örverur notaðar sem innihaldsefni matvæla

gersveppur, mjólkursýrubakteríur (lactic acid bacteria)

Áfengir drykkir sem innihalda erfðabreytt innihaldsefni

Vín með erfðabreyttum vínberjum

Erfðabreytt fóður

Maís, soja

Fóður framleitt úr erfðabreyttum lífverum

Maísglúten, sojabaunamjöl

Merkingin „GMO-free“ 

Í sumum löndum ESB eru í gildi reglur eða leiðbeiningar um notkun fullyrðingarinnar „GMO-free“ á merkingum matvæla. Landsreglur eða leiðbeiningar eru ekki eins á milli ríkja ESB og eru kröfurnar sem matvæli þurfa að uppfylla til að mega bera þessa fullyrðingu því ekki þær sömu. Þetta misræmi veldur því að vandræði geta skapast þegar vörur eru fluttar á milli landa.

Til athugunar er nú hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvort nauðsynlegt sé að endurskoða núverandi ástand og setja samræmdar reglur um fullyrðinguna „GMO-free“, sem þá myndu gilda á öllu ESB svæðinu (mars 2014).

Helstu reglugerðir sem eru í gildi í ESB og fjalla um erfðabreyttar lífverur og matvæli eru:

Númer

Titill

Helstu ákvæði

Directive 2001/18/EC

Deliberate release into the environment of GMOs

Community procedure for authorisation of deliberate release (experimental or commercial) of GMOs into the environment

Definition of a GMO

Mandatory labelling of GMOs

Registers for recording public information on GMOs

Regulation (EC) No 1829/2003

Genetically Modified Food and Feed

Community procedure for authorisation of both GM food and GM feed (including one door-one key authorisation process, allowing approval of a GMO under Regulation (EC) No 1829/2003 both for food/feed uses and for cultivation)

Mandatory labelling of GM food and feed, irrespective of detectability of DNA or protein resulting from the genetic modification

0,9% labelling threshold for the adventitious or technically unavoidable presence of GM material in food or feed

Mandatory submission of detection methods and samples of GM food/feed, including validation by the Community Reference Laboratory (CRL)

Regulation (EC) No 1830/2003

Traceability and Labelling of GMOs and food feed produced from GMOs

Operators must transmit the following information to the operator receiving the product:

- an indication that the product contains GMOs

- the unique identifier(s) assigned to those GMOs

Regulation (EC)

No 65/2004

System for assignment of

Unique Identifiers for

GMOs

Unique Identifiers should be assigned to GMOs according to the format defined in the Annex and should appear in the GMO authorisation

Regulation (EC) No 641/2004

Detailed rules for implementation of Regulation (EC) No 1829/2003 on GM food feed

Details regarding the contents of an application for GM food feed authorisation, in particular regarding method validation and reference material

Regulation (EC) No 1981/2006

Detailed rules for implementation of article 32 of Regulation (EC) No 1829/2003 on the CRL for GMOs

Detailed rules concerning:

- the contribution to the costs of the tasks of the Community Reference Laboratory and of the National Reference Laboratories

- the establishment of National Reference Laboratories assisting the CRL for GMOs

Recommendation 2004/787/EC

Technical guidance for sampling and detection of GMOs

Technical guidance in particular about sampling protocols and analytical test protocols (incl. unit of measurement for percentage of DNA)

Regulation (EC) No 882/2004

Official controls performed to ensure compliance with feed and food law

Community harmonised framework on official controls performed to ensure compliance with feed and food law

Designation and activities of Community Reference Laboratories and National Reference Laboratories (incl. on GMOs)

Decision 2004/204/EC

Detailed arrangements for the registers recording information on GMOs

Details about the information to be recorded in the GMO registers provided for in article 31 of Directive 2001/18/EC

Regulation (EC) No 1946/2003

Transboundary Movement of GMOs

Specific requirements for exports of GMOs from the EU to third countries in order to ensure compliance with the obligations in the Cartagena Protocol on Biosafety (including information to be provided to third countries and to the Biosafety Clearing House BCH)