• Email
  • Prenta

Eiturþörungar

Eiturþörungar í sjó

Um 75 tegundir eiturmyndandi þörunga eru þekktar í dag. Svo virðist sem blómi þessara eitruðu tegunda hafi aukist undanfarna áratugi, um allan heim. Ekki er vitað hvers vegna en talið er að mikið magn næringarefna frá landbúnaði sem berst í sjó og breytingar á hitastigi sjávar kunni að hafa þar áhrif, einnig geta þörungar borist milli svæða m.a. með kjölvatni skipa sem losað er eftir siglingar frá fjarlægum stöðum. Í samræmi við aukna útbreiðslu eitraðra þörunga hefur eitrunum af völdum skelfiskneyslu fjölgað í heiminum. Þörungarnir eru ein aðalfæða skelfisksins, en hann bíður sjálfur engan skaða af eitrinu. Víðast hvar í löndunum í kringum okkur er fylgst reglulega með magni eitraðra þörunga við strendur og gefnar út viðvaranir ef magn þeirra fer yfir þau hættumörk sem sett hafa verið.

Tegundir eiturþörunga sem þekktar eru úr strandsjónum við Ísland:

Alexandrium ssp þörungar valda PSP eitrun

    Alexandrium tamarense, 
    Alexandrium ostenfeldii,
    Alexandrium minutum


Dinophysis ssp. þörungar valda DSP eitrun

    Dinophysis norvegica  
    Dinophysis acuminata  
    Dinophysis acuta 

    Phalacroma rotundatum
    Procentrum lima

Pseudo-nitzschia ssp. valda ASP eitrun

    Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima 
    Pseudo-nitzschia seriata
    Pseudo-nitzschia delicatissima

Lingulodinium polyedrum veldur YTX eitrun

Viðmiðunarmörk fyrir hættu á eitrun eru mismunandi eftir tegundum. Hér er stuðst við norskar og danskar viðmiðunarreglur. Þegar meta skal hvort hætta er á ferðum og hvort ástæða er til að vara fólk við neyslu skelfisks af tilteknum svæðum er miðað við ákveðinn fjölda eiturþörunga í hverjum lítra af sjó. Hér eru birt viðmiðunarmörk um fjölda fruma í lítra nokkurra þekktra eiturtegunda við Ísland.

Viðmiðunarmörk MAST fyrir eitraða þörunga (frumur/l af sjó).  

Þörungaeitur

Tegundir svifþörunga

Viðmiðunarmörk

PSP

Alexandrium spp.

·         A. ostenfeldii

·         A. Tamarense

200 frumur / l samtals

Mat

Mat

DSP

Dinophysis spp.

·         D.  Nowegica

·         Phalcroma rotundata

·         D. acuta

·         D acuminata

500 frumur / l samtals

Mat

Mat

Mat

Mat

ASP

Pseudo- nitzschia

·         P. Pseudodelicatissma

·         P.seriata

·         P. deilcatissima

100.000 frumur / l samtals

Mat

Mat

Mat

Eiturþörungar í neysluvatni

Margar tegundir þörunga í sjó og fersku vatni geta valdið eitrunum. Í fersku vatni eru það aðallega ýmsar tegundir bláþörunga sem framleiða þörungaeitur. Ef þessar tegundir ná að fjölga sér mikið getur styrkur eiturefna sem þær framleiða verið hættulegur heilsu manna og dýra ef vatnið er neytt.

Bláþörungar eru algengir í ám og vötnum hér á landi og meðal þeirra tegunda sem finnast eru nokkrar sem vitað er að geta framleitt eitur þó að eiturvirkni þörunga í fersku vatni hafi aldrei verið mæld hér á landi.

Erlendis eru þörungar í yfirborðsvatni sem tekið er til neyslu algengt vandamál, m.a. á norðurlöndunum og hafa umfangsmiklar rannsóknir verið gerðar á útbreiðslu þeirra og magni í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Á öllum þessum löndunum hafa komið upp sjúkdómstilfelli sem rekja má til neysluvatns með mikið magn af eitruðum þörungum og eru sjúkdómseinkennin magaverkir, hiti, vanlíðan og húðerting.

Þörungaeitur eru meðal hættulegustu eiturefna sem finnast í náttúrunni. Við neyslu geta menn orðið veikir og fengið meðal annars meltingartruflanir og einkenni sem líkjast lungnabólgu eftir neyslu. Við snertingu eitraðs blóma í vatni t.d. tengt böðum í vötnum hafa komið fram ofnæmisviðbrögð og húð erting.

Þörungaeitur geta haft áhrif á heilsu almennings með öðrum leiðum en drykkjarvatni, t.d. getur eiturefni úr þörungum fundist í vefjum í vatnsmiklum mat. Algeng þörungaeitur eru lifraeitur (hepatotoxin), taugaeitur (neurotoxins) og seinvirk eitur (protracted toxin).

Ástæðan fyrir eitrunartilfellum hjá fólki í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð í tengslum við vinnsluvatn er sú að í þessum löndum er yfirborðsvatn tekið til vinnslu neysluvatns. Í Svíþjóð og Finnlandi er um 50% af öllu vatni frá vatnsveitum yfirborðsvatn og í Noregi er hlutfallið 85%. Yfirborðsvatn er vatn af yfirborði jarðar sem nota má til neyslu ef það uppfyllir skilyrði neysluvatnsreglugerðar, en það þarf alltaf að meðhöndla það fyrir notkun og getur verið að meðhöndlun á neysluvatninu sé ekki nægileg í þeim vatnsveitum sem upp hafa komið eiturtilfelli. Í Danmörku er aðeins 1-3% yfirborðsvatn notað af vatnsveitum og getur það skýrt þessa lágu eitranatíðni hjá fólki þar í landi. Á Íslandi er ekki vitað til að komið hafi upp þörungaeitranir í neysluvatni og er líklegasta skýringin á því íslenskt veðurfar og um 98% neysluvatnsins kemur frá grunnvatni.

Ýtarlegar rannsóknir á eitruðum grænþörungum í tengslum við vatnshreinsun hafa farið fram í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Klórun og síun á vinnsluvatni sem í eru eitraðir grænþörungar veldur því að frumurnar springa og losnar þá eiturefnið út í vatnið án þess að eyðast. Uppleysta eitrið er hins vegar hægt að fjarlægja með virku koli eða ósonmeðhöndlun. Hætta er á að þörungaeitur geti borist í gegn um hreinsistöðvar vatnsveitna þar sem aðeins er beitt hraðvirkri síun og klórun á vatninu.

Ekki er vitað til þess að þörungaeitranir í vatni hafi komið upp hér á landi.