• Email
  • Prenta

Akrýlamíð

Hvað er akrýlamíð?

Vatnsleysanlegt efni ( C3H5NO ) sem er fyrst og fremst notað við framleiðslu á pólýakrýlamíði.

Hvers vegna finnst akrýlamíð í sumum matvælum?

Það er ekki vitað, en það virðist sem kolvetni og etv önnur efni brotni niður og myndi akrýlamíð við hátt hitastig (yfir 100°C).

Hvers konar matvæli innihalda akrýlamíð?

Samkvæmt þeirri þekkingu sem er nú til staðar lítur út fyrir að efnið myndist í mestu magni í kolvetnaríkum matvælum, sem eru hituð mikið. Efnið finnst ekki í matvælum sem eru framleidd eða elduð við suðuhitastig (100°C). Dæmi um matvæli, sem mikið hefur mælst í er kartöfluflögur, steiktar kartöflur, djúpsteiktar kartöflur, hrökkbrauð, kex og smákökur.

Akrýlamíð hefur hingað til ekki fundist í hráum eða soðnum matvælum (kartöflum, hrísgrjónum, pasta, hveiti, haframjöli og kjöti)

Hve hættulegt er akrýlamíð?

Með þeirri þekkingu sem við höfum í dag virðist sem akrýlamíð sé lítill hluti þeirra hættulegu efna sem við fáum gegnum matinn, tæpt 1 %. Akrýlamíð skaðar erfðaefnið í líkamanum og þar með eykst hættan á þróun krabbameins.

Á ég að breyta neysluvenjum mínum?

Það eru til einfaldar aðferðir til að minnka inntöku á akrýlamíði. Forðist mikla steikingu, brenndan mat, mikinn bakstur, mikið (dökk) ristaðan mat og borðið fjölbreytt fæði.


Almennt sagt er betra að sjóða matinn en að steikja, ofnbaka, djúpsteikja og grilla.

Reykingamenn fá meira í sig af akrýlamíði en þeir sem ekki reykja. Að hætta að reykja er ein leið til að minnka inntöku akrýlamíðs.

Eru til hámarksgildi fyrir akrýlamíð í matvælum?

Nei, engin hámarksgildi hafa verið sett fyrir akrýlamíð.

Annað

Þessar nýju upplýsingar geta hjálpað við að minnka hættu af akrýlamíði, með því að breyta framleiðsluaðferðum og matreiðsluaðferðum. Vænta má frekari rannsókna í kjölfarið sem skýra betur hvernig og við hvernig aðstæður efnið myndast.


Þær mælingar sem gerðar hafa verið eru af ýmsum matvælum en alls engin heildarúttekt.

Ítarefni

Evrópusambandið European Commission
Alþjóðheilbrigðisstofnuninn WHO
Livsmedelsverket Svíþjóð
Födevarestyrelsen Danmörku
Food Standards Agency Bretlandi
Fréttatilkynning - 24.04.2002
National Food Administration
Rannsóknaaðferðir National Food Administration
Neysluvenjur og inntaka efnis National Food Administration
Ráðleggingar vegna akrýlamíðs Livsmedelsverket
Eiturefnaáhrif Livsmedelsverket
Krabbameinsrannsóknir
Livsmedelsverket
Samantekt National Food Administration

Tafla WHO (þýdd á íslensku) yfir mæliniðurstöður frá Noregi, Svíþjóð, Sviss, Bretlandi, og Bandaríkjunum.