• Email
  • Prenta

Dýrasjúkdómar

Með auknum ferðum fólks milli landa, bættum og auknum samgöngum og sífellt vaxandi flutningi dýra og afurða milli landa, geta smitsjúkdómar komið upp nánast hvar sem er þrátt fyrir margvíslegar varúðarráðstafanir. Alvarlegir smitsjúkdómar valda dýrunum oft miklum þjáningum og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir velferð þeirra. Þeir geta jafnframt valdið miklu fjárhagslegu tjóni fyrir eigendur dýranna. Brjótist út faraldur getur það haft gífurleg neikvæð áhrif á efnahag þjóðarinnar. Markviss, skipulögð og skjót viðbrögð við grun um alvarlega smitsjúkdóma geta haft afgerandi áhrif á að mönnum takist að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og tjón af þeirra völdum.

Komið getur fyrir að mistök séu gerð við framleiðslu fóðurs eða það orðið fyrir skemmdum, sem valda því að það verði dýrunum skaðlegt. Mikilvægt er að brugðist sé skjótt við ef grunur um slíkt kemur upp og notkun á fóðrinu stöðvuð.

Matvælastofnun hefur gert áætlanir um viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og hugsanlega skaðlegu fóðri. Í þeim er að finna skilgreiningu á boðleiðum, gátlista fyrir þá sem stjórna aðgerðum, ýmis eyðublöð, leiðbeiningar og grunnupplýsingar um sjúkdóma.

Ítarefni

Nánari upplýsingar um viðbragðsáætlanirnar má fá með því að senda póst á mast@mast.is.