• Email
  • Prenta

Nautgriparækt

Beingreiðslur og greiðslumark

Greiðslumark lögbýla reiknast í lítrum mjólkur og skiptist hlutfallslega milli lögbýla á sama hátt og greiðslumark til framleiðslu mjólkur. Beingreiðsla er framlag úr ríkissjóði til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa beingreiðslna, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Framleiðendur geta einungis öðlast rétt til beingreiðslna fyrir mjólk sem framleidd er á því lögbýli sem greiðslumark fylgir innan þess framleiðslutímabils sem reglugerð þessi nær yfir. Beingreiðslur greiðast ábúanda á lögbýli. Á hverju lögbýli skal aðeins einn framleiðandi vera skráður handhafi. Tilkynna skal Matvælastofnun allar breytingar á því hver eigi að vera handhafi beingreiðslna. Matvælastofnun reiknar út greiðslumark til framleiðslu mjólkur, heldur skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafaréttar til beingreiðslu samkvæmt því.

Gripagreiðslur

Fjárhagslegur stuðningur ríkisins til þeirra eigenda einstaklingsmerktra kúa á lögbýlum sem uppfylla skilyrði þessarar reglugerðar. Matvælastofnun tekur ákvörðun um hvaða framleiðendur uppfylla skilyrði um rétt til gripagreiðslna og hver skuli vera fjárhæð greiðslna til hvers framleiðanda. 

Sjá nánar reglugerð nr. 567/2006 með síðari breytingum um gripagreiðslur á lögbýlum.