• Email
  • Prenta

Garðyrkja

Um stuðningsgreiðslur í garðyrkju er fjallað um í samstarfssamningi um starfsskilyrði í garðyrkju og í reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju sem gefin er út árlega í byrjun hvers ár. 

Beingreiðslur

Beingreiðslur eru greiddar út á framleiðslu eftirfarandi afurða; tómata, gúrkur og paprika. Matvælastofnun hefur umsjón með og annast framkvæmd beingreiðslna. Réttur til beingreiðslna árið 2016 er bundinn því skilyrði að framleiddar séu gúrkur, tómatar eða paprika á hlutaðeigandi garðyrkjubýli. Þessi réttur er bundinn við framleiðslustað en ekki framleiðanda. Með garðyrkjubýli er hér átt við lögaðila eða býli með virðisaukaskattskylda veltu, sem framleiðir grænmeti (útirækt/ylrækt), skrautjurtir, garðplöntur eða tré og runna. Flokka skal gúrkur, tómata og papriku eftir flokkunarreglum Sambands garðyrkjubænda um gæðaflokkun þessara afurða og skulu beingreiðslur einungis greiddar út á selt magn afurða sem fara í fyrsta flokk. Framkvæmdanefnd búvörusamninga gerir áætlun að fengnum upplýsingum frá Matvælastofnun um sölumagn þessara afurða yfir árið. Áætla skal beingreiðslur pr. kg. miðað við áætlað sölumagn og greiða 80% af áætluðum beingreiðslum pr. kg. sem fyrstu greiðslu eftir sölu hvers mánaðar.