• Email
  • Prenta

Launa- og jafnlaunastefna

Matvælastofnun greiðir körlum og konum jöfn laun og njóta þau jafnra kjara fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf í samræmi við ÍST 85 jafnlaunastaðalinn.

Forstjóri ber ábyrgð á launa- og jafnlaunastefnu Matvælastofnunar og á öllum launaákvörðunum og gætir þess að samræmis sé gætt við ákvarðanatöku þar um. Mannauðsstjóri fer yfir laun starfsmanna einu sinni á ári í samvinnu við forstöðumann/framkvæmdastjóra hvers sviðs/stofu. Tilgangur yfirferðarinnar er að að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum með hliðsjón af launa- og jafnlaunastefnu Matvælastofnunar.

Launaákvarðanir skulu byggðar á málefnalegum forsendum, í samræmi við kjara- og stofnanasamninga og starfslýsingar skulu vera til fyrir öll störf. Í starfslýsingu koma fram þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af mörgum þáttum, svo sem menntun, starfsreynslu, ábyrgð, frumkvæði, álagi og vinnuaðstæðum.

Markmið Matvælastofnunar er að vera eftirsóttur og fjölskylduvænn vinnustaður þar sem konur og karlar hafi jöfn tækifæri í starfi og kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi. Til að framfylgja markmiðum launa- og jafnlaunastefnunnar mun Matvælastofnun:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi byggðu á jafnlaunastaðli IST 85.
  • Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Framkvæma árlega launagreiningu, þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.
  • Greina niðurstöður með stjórnendum og kynna þær fyrir starfsmönnum.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Gera innri úttekt og stjórnendur rýni stefnuna árlega.
  • Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu stofnunarinnar.