• Email
 • Prenta

Sjúkdómar og meindýr

Matvælastofnun annast eftirlit með innflutningi og útflutningi plantna og útrýmingar- og aðhaldsaðgerðir gegn tilteknum skaðvöldum. Af skaðvöldum sem reynt er að takmarka útbreiðslu á má t.d. nefna hringrot og hnúðorm í kartöflurækt.

Hinn stöðugi innflutningur á kartöflum, sem átt hefur sér stað síðan á 18. öld, hefur haft það í för með sér að við höfum fengið hingað til lands flesta þá skaðvalda sem ásækja kartöflur í N-Evrópu. Eftirtaldir skaðvaldar/skemmdir hafa fundist hér í ræktun og geymslu: 

 • Vaxtartruflanir
 • Hrukkutíglaveiki (X +Y-veira)
 • Hringrot (Clavibacter michiganensis subsp. sepedonicus)
 • Stöngulsýki (Erwinia carotovorum var. atrosepticum)
 • Votrotnun (Ýmsar bakteríur)
 • Flatkláði (Streptomyces scabies)
 • Vörtukláði (Spongospora subterranea)
 • Blöðrukláði (Polyscytalum pustulans)
 • Silfurkláði (Helminthosporium solani)
 • Rótarflókasveppur (Rhizoctonia solani)
 • Hnúðbikarsveppur (Sclerotinia sclerotiorum)
 • Kartöflumygla (Phytophthora infestans)
 • Phoma-rotnun (Phoma exigua var. foveata)
 • Fusarium-rotnun (Fusarium-tegundir)
 • Kranssveppur (Verticillium albo-atrum)
 • Blettaveiki (Alternaria solani)
 • Kartöfluhnúðormur (Globodera rostochiensis og G. pallida)
 • Kulda- og frostskemmdir
 • Meindýranag
 • Ýmsir aðrir skaðvaldar

Ítarefni