• Email
  • Prenta

Eftirlit

Helstu verkþættir plöntueftirlits Matvælastofnunar eru m.a.:


Plöntueftirlitið annast þátt stofnunarinnar í framkvæmd eftirfarandi laga og reglugerða:

  • Laga nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum ásamt breytingu á þeim lögum nr. 59/1990
  • Reglugerðar nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum ásamt breytingum við þá reglugerð nr. 091/1998 og nr. 393/1999.
  • Reglugerðar nr. 525/2007 um innheimtu eftirlitsgjalds af innflutningi plantna. Það gjald sem innheimtist skal renna til Plöntueftirlitsins og standa undir öllum kostnaði við það að undanskildum kostnaði vegna útflutningsvottunar og innlends útsæðis.
  • Laga nr. 22/1994 um eftirlit með áburði, sáðvöru og fóðri.
  • Reglugerðar nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru með síðari breytingum.
  • Reglugerðar nr. 343/2004 um viðarumbúðir vara við útflutning með síðari breytingum.
  • Reglugerð nr. 455/2006 um kartöfluútsæði.
  • Reglugerðar nr. 630/2008 um undanþágu aðflutningsgjalda af aðföngum til ýmissar atvinnustarfsemi. Plöntueftirlitið skal votta að vara sú sem flutt er inn falli undir ákvæði reglugerðarinnar sem heimila niðurfellingu aðflutningsgjalda vegna framleiðslu jarðyrkjuafurða.
  • Einnig má benda á reglugerð nr. 583/2000 um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda, sem umhverfisráðuneytið hefur gefið út.