Plöntur

Matvælastofnun gegnir hlutverki hinnar opinberu plöntuverndarstofnunar sbr. alþjóðasamninginn um plöntuvernd sem Ísland gerðist aðili að árið 2005. Stofnunin hefur eftirlit með inn- & útflutningi plantna og plöntuafurða vegna plöntuheilbrigðis skv. reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum. 

Markmið plöntueftirlitsins er að hindra að nýir sjúkdómar og meindýr berist til landsins sem valdið gætu tjóni á innlendri plönturæktun og hefta frekari útbreiðslu skaðvalda. Matvælastofnun er sá opinberi aðili hér á landi sem hefur heimild til að gefa út hið alþjóðlega staðlaða heilbrigðisvottorð við útflutning á plöntum og plöntuafurðum frá Íslandi. Er þar vottað að kröfur innflutningslandsins til plöntuheilbrigðis séu uppfylltar. 

Undirflokkur og tengiliður