• Email
  • Prenta

Eftirlit

Markmið áburðareftirlits

Markmið eftirlits með áburði er að tryggja svo sem kostur er bændum og öðrum notendum fullnægjandi vöru í samræmi við vörulýsingar og kröfur til landbúnaðarafurða um hollustuhætti.  Eftirlitið skal einnig tryggja svo sem kostur er að áburður sé ekki skaðlegur dýrum, mönnum eða umhverfi.

Lög og reglugerðir

Áburðareftirlit fer samkvæmt lögum nr. 22 frá 29. mars 1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, ásamt með síðari breytingum og reglugerðum nr. 398 frá 29. júní 1995, um áburð og jarðvegsbætandi efni, ásamt með síðari breytingum og nr. 630 frá 26. júní 2007 um ólífrænan áburð.  Einnig eru ákvæði varðandi áburð í öðrum lögum og reglugerðum sem fjalla um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Lögin og reglugerðirnar er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar með því að smella hér.

Eftirlit

Eftirlit með innfluttum áburði fer fram við innflutning.  Innflytjendum ber að tilkynna Matvælastofnun í hvert  sinn sem þeir flytja inn áburð og fer þá fram skjalaskoðun og eftir atvikum, sýnataka.

Ítarefni