• Email
  • Prenta

Vottuð fyrirtæki

Fyrirtæki sem óska eftir að hljóta vottun til hitunar á viði eða viðarumbúðum skulu sækja um það til Matvælastofnunar á umsóknareyðublaði sem ná má í á heimasíðu stofnunarinnar, www.mast.is. Við vottun er fyrirtækinu úthlutað númeri og það fær heimild til að merkja umbúðirnar með hinu alþjóðlega viðurkennda merki. Á heimasíðunni er einnig listi yfir þau fyrirtæki er vottun hafa hlotið.

Fyrirtæki sem flytur út vörur og notar vottunarskyldar viðarumbúðir skal gæta þess að nota einungis rétt merktar umbúðir. 

Noti menn umbúðir við útflutning frá Íslandi sem meðhöndlaðar hafa verið og merktar í einhverju öðru landi skal útflytjandi tryggja sér að yfirvöld í því landi sem flytja á vörur til geri ekki athugasemdir við þær umbúðir. Ef hins vegar er ætlast til að plöntueftirlitið hér á landi gefi út heilbrigðisvottorð með þessum umbúðum við útflutning er það krafa plöntueftirlitsins að umbúðunum fylgi heilbrigðisvottorð (phytosanitary certificate) við innflutning umbúðanna hingað til lands þar sem plöntueftirlit viðkomandi lands vottar að tilskilin meðhöndlun hafi átt sér stað og getur plöntueftirlitið hér þá gefið út svokallað endurútflutningsvottorð (reexport) með umbúðunum þar sem vottorðið frá upprunalandinu fylgir með sem fylgiskjal.

Fyrirtæki er hlotið hafa vottun Matvælastofnunar til að hita trjávið til umbúðagerðar skv. reglugerð 343/2004:

Nafn fyrirtækis

Aðsetur

Athugasemd

C.H. Pökkunarfélag

Akureyri

Þurrk- og hitaklefar.

BYKO

Kópavogur

Innfluttur efniviður

JOCO L.M. Jóhannsson ehf

Reykjavík

Hitagámur, innfluttur efniviður

Martak ehf.

Grindavík

Hitaklefi

Trésmiðja Helga Gunnarssonar

Skagaströnd

Hitagámur

Vörubretti ehf.

Hafnarfjörður

Hitagámur, innfluttur efniviður


Fyrirtæki er hlotið hafa virka vottun Matvælastofnunar til að smíða umbúðir úr hituðum trjáviði eða hita tilbúnar viðarumbúðir skv. reglugerð 343/2004:

Númer fyrirtækis sem 
kemur fram á stimpli

Nafn fyrirtækis

Aðsetur

01

C.H. Pökkunarfélag

Á nokkrum stöðum

04

Vörubretti ehf

Hafnarfirði

07

Klafar löndunarþjónusta

Grindavík

10

AÓÁ-útgerð

Ísafirði

26

Grindin ehf

Grindavík

36

Brettavinnslan

Hveragerði

38

Njáll SU 8 ehf

Fáskrúðsfirði

39

Brettasmiðjan ehf

Hafnarfirði

40

Steinull hf

Sauðárkróki

42

B og A

Reykjavík

44

Samskip

Reykjavík

45

Go2 Flutningar ehf

Reykjanesbæ

46

Valeska ehf

Akureyri

50

Tandraberg ehf             

Fjarðabyggð

51

Traust Know-how Lhd

Lækjarkoti, Borgarnesi

52

Saltver ehf

Reykjanesbæ


Fyrirtæki sem smíða umbúðir úr hituðum trjáviði eða hita tilbúnar viðarumbúðir skv. reglugerð 343/2004 eiga að merkja viðarumbúðirnar með merkinu: 

 með númeri fyrirtækis í stað ##.