• Email
  • Prenta

Innflutningur

Innflutningur sáðvöru fellur undir reglugerð um eftirlit með sáðvöru nr. 301/1995 með síðari breytingum. Sáðvara er skilgreind í reglugerðinni sem "Allt nytjajurtafræ sem ætlað er til garðræktar, túnræktar, grasflatagerðar, grænfóðurræktar, kornræktar, landgræðslu, iðnaðar eða til frekari fræræktar og er undir opinberu gæðaeftirliti". 

Heimilt er að flytja inn þau yrki nytjategunda sem tilgreind eru á innlendum sáðvörulista (sjá lista að ofan) yfir viðurkenndar tegundir eða í sameiginlegri skrá Evrópusambandsins (EU Common Catalogue) og ef sáðvaran uppfyllir sett skilyrði um gæði sem koma fram í reglugerð.

Innflytjanda ber að tilkynna Matvælastofnun um innflutning á sáðvöru. Eftirfarandi gögn þurfa að berast til Matvælastofnunar til samþykkis áður en innflutningsleyfi er veitt:

  1. Tilkynning um innflutning á dýraafurðum, áburði, fóðri, plöntum, sáðvöru og matvælum.
  2. Gæðavottorð (Analysis certificate) um m.a. hreinleika og spírunarhæfni.
  3. Vörureikningur.

Athugið að sáðvöruverslanir skulu vera viðurkenndar af Matvælastofnun. Sáðvara verður að uppfylla þau skilyrði sem
sett eru í reglugerðinni um gæði og vera á lista yfir viðurkenndar tegundir til að hana megi selja hér á landi.

Ítarefni