Matvæli

Matvælastofnun fer með innflutningseftirlit með matvælum. Eftirlitið felst í að tryggja að öll innflutt matvæli standist kröfur gildandi reglugerða og að bregðast við ábendingum um hættulegar vörur á mörkuðum. Brjóti vara í bága við gildandi reglur sendir Matvælastofnun tilkynningu til innflytjenda og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, varan innkölluð og er fréttatilkynning send út til að upplýsa neytendur um hættuna. Stofnunin er tengiliður Íslands við viðvörunarkerfi ESB og EFTA ríkjanna fyrir matvæli og fóður.
Undirflokkur og tengiliður