• Email
 • Prenta

Skráning fóðurs

Framleiðendum og innflytjendum fóðurs ber að skrá bæði fyrirtæki sín og hverja fóðurtegund hjá Matvælastofnun skv. lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Bændur sem framleiða gróffóður til notkunar á eigin búum eru þó undanþegnir skráningu. 

Leiðbeiningar um skráningu fóðurs hjá Matvælastofnun

 1. Fyllið út eyðublaðið „Skráning nýs fóðurs“ sem finna má á ÞJÓNUSTUGÁTT MAST á heimasíðu Matvælastofnunar eða á skrifstofu stofnunarinnar. Sækja þarf um hverja einstaka fóðurtegund á sérstöku eyðublaði. 
 2. Með umsóknareyðublaðinu þurfa að fylgja eftirtalin gögn um fóðrið, á íslensku, öðru norrænu máli eða ensku,:
  - Upplýsingar um hráefnainnihald í röð eftir fallandi þunga hráefna.
  - Innihaldi fóðrið forblöndur eða viss aukefni þá þarf að gefa upp magn þeirra í fóðrinu.
  - Efnagreining á fóðrinu.
  - Merkja á saman gögnin (númer og nafn á fylgiblaði og innihaldslýsingu) sem send eru til skráningar, endurnýjunar- eða viðbótarskráningar.
 3. Við skráningu á gæludýrafóðri þarf auk þess að fylgja útfyllt eyðublað "Fylgiblað með umsókn um skráningu gæludýra-fóðurs", með vörunúmerum (vörureiknings eða strikamerkja) og vöruheitum hverrar fóðurtegundar. Ein lína er fyrir númer og nafn hverrar tegundar.
Framleiðendum og innflytjendum fóðurs ber að skrá bæði fyrirtæki sín og hverja fóðurtegund hjá Matvælastofnun skv. lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Bændur sem framleiða gróffóður til notkunar á eigin búum eru þó undanþegnir skráningu. 

Ítarefni