• Email
  • Prenta

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar um innflutning á fóðri

Þegar kemur að innflutningi þarf að senda Matvælastofnun tilkynningu á sérstöku eyðublaði, „Tilkynning um innflutning", og afrit af vörureikningi. Innihaldi fóðrið dýraafurðir og komi frá ríkjum utan EES þarf að fylgja tilkynningunni opinbert heilbrigðisvottorði sem ESB viðurkennir. Jafnframt þarf að tilkynna sendinguna í Traces og fer hún um landamærastöð við komuna til landsins. Allt fóður (öðru en hreinu fóðurefni) sem ætlað er fyrir dýr til manneldis, þarf að vera merkt innihaldslýsingu og notkunarleiðeiningum á íslensku. Merking fóðursins skal gerð skv. reglugerð nr. 744/2011 um notkun og markaðssetningu fóðurs.

Eins og áður segir þarf að merkja saman öll fylgigögn fóðursins og gildir það sama um innflutning á gæludýrafóðri.

Athugið að fylgigögnin sem send eru til skráningar og geymslu hjá Matvælastofnun þurfa að vera vel læsileg. 

Matvælastofnun hefur útbúið bréf á ensku sem innflytjendur geta sent framleiðanda/seljanda fóðursins til að fá þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru.