• Email
  • Prenta

Fóður fyrir dýr til manneldis

Reglugerð um matvæli og öryggi matvæla og fóðurs

Reglurnar eiga við öll stig framleiðslu, vinnslu og dreifingar matvæla, og einnig fóðurs, sem eru framleidd fyrir eða gefin dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis.

Sjá sérstaklega gr. 15, 16, 17, 18 og 20.

Reglugerð um hollustuhætti fóðurs

Reglurnar gilda um:

  • starfsemi stjórnenda fóðurfyrirtækja á öllum stigum allt frá frumframleiðslu og þar til fóður er sett á markað,
  • fóðrun dýra sem gefa af sér afurðir til manneldis,
  • innflutning og útflutning fóðurs frá þriðju löndum og til þeirra.

Reglugerð um opinbert eftirlit með fóður- og matvælafyrirtækjum, bændum og öðrum sem ala dýr til manneldis

Reglurnar mæla fyrir um framkvæmd opinbers eftirlits til að staðfesta að farið sé að reglum sem miða að því:

  • að afstýra eða eyða þeirri áhættu, sem steðjar að fólki og dýrum, annaðhvort beint eða frá umhverfinu, eða minnka hana að viðunandi marki,
  • að ábyrgjast góðar starfsvenjur í viðskiptum með fóður og matvæli og vernda hagsmuni neytenda, þ.m.t. marking fóðurs og matvæla og annars konar neytendaupplýsingar.