• Email
  • Prenta

Eftirlit

Markmið fóðureftirlits

Markmið eftirlits með fóðri er að tryggja svo sem kostur er bændum og öðrum notendum fullnægjandi vöru í samræmi við vörulýsingar og kröfur til landbúnaðarafurða um hollustuhætti.  Eftirlitið skal einnig tryggja svo sem kostur er að fóðurvörur séu ekki skaðlegar dýrum, mönnum eða umhverfi, þær séu af háum gæðaflokki og séu rétt meðhöndlaðar.

Lög og reglugerðir

Fóðureftirlit fer samkvæmt lögum nr. 22 frá 29. mars 1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, ásamt með síðari breytingum og reglugerð nr. 340 frá 30. apríl 2001, um eftirlit með fóðri, ásamt með síðari breytingum. Einnig eru ákvæði varðandi fóður í öðrum lögum og reglugerðum sem fjalla um dýasjúkdóma og varnir gegn þeim og um meðferð sláturúrgangs. Lögin og reglugerðirnar er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar með því að smella hér.

Íslendingar hafa skrifað undir II. kafla, I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem fjallar um dýrafóður. Reglur ESB um dýrafóður, sem sameiginlega nefnd EES hefur samþykkt, taka því gildi hér á landi eftir lögformlega meðferð Alþingis og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

Eftirlit

Eftirlit með erlendu fóðri fer fram við innflutning. Innflytjendum ber að tilkynna Matvælastofnun í hvert sinn sem þeir flytja inn fóður og fer þá fram skjalaskoðun og eftir atvikum, sýnataka.

Fyrirtæki sem framleiða fóður innanlands eru heimsóttir eftir áætlun sem byggir á áhættuflokkun. Í heimsóknum er innra eftirlitskerfi fyrirtækja skoðað og eftir atvikum, tekin sýni.

Ítarefni