• Email
  • Prenta

Útflutningur kjöts til Rússlands

Þann 1. júlí 2010 fengu fyrstu íslensku sláturhúsin leyfi til að flytja kinda- og hrosskjöt til Rússlands. 

Rússenska matvælastofnunin, Rosselkhoznadzor,  hefur birt á heimasíðu sinni lista yfir fyrirtæki sem hafa útflutningsleyfi á Rússlandsmarkað

Rússnesk yfirvöld leggja mikla áherslu á að rússneskar reglur varðandi slátrun og meðferð sláturafurða séu aðgengilegar á skiljanlegu máli fyrir stjórnendur og eftirlitsmenn í hverju sláturhúsi sem hefur útflutningsleyfi fyrir kjöt á Rússlandsmarkað. 

Á heimasíðu Evrópusambandsins má finna á ensku nokkrar helstu rússneskar reglur varðandi slátrun og meðferð sláturafurða

Stjórnendur þeirra sláturhúsa sem eru á lista vegna slátrunar á Rússlandsmarkað og viðkomandi héraðs- og eftirlitsdýralæknar þurfa að kynna sér þessar reglur og framfylgja þeim. 

Sláturleyfishafar þurfa að útbúa skjal í innra eftirlitskerfi sláturhússins þar sem lýst er hvernig sláturhúsið hyggst uppfylla sérstakar  rússneskar kröfur, t.d. hvernig tryggt sé að einungis kjöt sem ætlað er á Rússlandsmarkað fari þangað. Í því samhengi skal sérstaklega bent á kröfur varðandi tríkínurannsóknir á hrossakjöti og rannsóknir vegna salmonellu og öðrum örverum á kjötskrokkum. 

Eftirlitsdýralæknarnir þurfa að hafa skýrt verklag um hvernig haga skal eftirliti með að unnið sé eftir þessum reglum. 

Rússneskir eftirlitsmenn geta komið í eftirlitsheimsókn hvenær sem er og þá þarf að vera unnt að sýna fram á að stjórnendur sláturhúsa og eftirlitsaðilar hafi kynnt sér reglurnar og vinni eftir þeim. Í aðildarlöndum Evrópusambandsins hafa sláturhús verið tekin út af lista ef þessar kröfur hafa ekki verið uppfylltar. 14.07.10

Ítarefni