• Email
 • Prenta

Útflutningur

Yfirlit


Útflutningur fiskafurða

Eftirfarandi reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða með fiskafurðum til þriðju ríkja er ætlað að skipuleggja vinnu við eftirlit og útgáfu vottorða. Tilgangur reglnanna er að gera útgáfuna skilvirka og jafnframt að mæta þörfum viðskiptavina Matvælastofnunar (MAST). Reglurnar eru í samræmi við gildandi löggjöf og alþjóðareglur.

Reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða með fiskafurðum til ríkja utan EES:

 1. Heilbrigðisvottorð skulu að öllu jöfnu gefin út áður en sending fer frá Íslandi. Einungis er mögulegt að gefa út vottorð eftir að vara hefur yfirgefið landið ef til staðar er opinber hleðslustaðfesting fyrir viðkomandi sendingu, í því tilviki er tímafrestur þrír virkir dagar frá því sending yfirgefur landið. Útflytjendur skulu halda nákvæma hleðsluskrá (sbr. Hleðslustaðfestingu vegna útflutning fiskafurða / EBL-016) yfir allar sendingar og skal hún liggja fyrir hjá útflytjanda og vera aðgengileg Matvælastofnun (MAST).
 2. Eftirlit með hleðslu sendinga skal framkvæma í samræmi við eftirlitsáætlun MAST um útflutning fiskafurða (LBE-099), þar sem kemur fram tíðni og framkvæmd eftirlits. MAST gefur út eftirlitsáætlunina í byrjun árs með skipulagi um fjölda hleðslustaðfestinga sem útflytjendur eru ábyrgir fyrir að láta framkvæma vegna útgáfu vottorða með sendingum sínum.
 3. Opinbert eftirlit með sendingu skal framkvæmt af MAST áður en vottorð er gefið út. Fyrir hverja sendingu til skoðunar skal útflytjandi fylla út hleðslustaðfestingu og senda ásamt fylgigögnum (sjá Hleðslustaðfestingu vegna útflutning fiskafurða / EBL-016) til vottunar hjá MAST á utflutningur@mast.is.
 4. Umsækjandi heilbrigðisvottorðs fyllir út viðeigandi vottorð og sendir rafrænt til Inn- og útflutningsskrifstofu MAST. Afgreiðslutími heilbrigðisvottorða er á virkum dögum og skal vera a.m.k. 24 klst. Umsóknir sem berast fyrir hádegi kl. 8-12 verða afgreiddar kl. 8-12 daginn eftir. Umsóknir sem koma inn kl. 12-16 verða afgreiddar á tímabilinu kl. 13-16 daginn eftir. Styttri afgreiðslutími er mögulegur fyrir ferskar afurðir.
 5. Sendandi (Consignor) í heilbrigðisvottorði skal vera með kennitölu á Íslandi. Aðilar með kennitölu á Íslandi geti verið skráður sendandi í heilbrigðisvottorði fyrir hönd erlendra aðila.
 6. Umsækjandi fær afhent eitt frumrit af vottorði og eitt afrit. Eitt afrit er geymt hjá MAST. Hægt er að óska eftir fleiri afritum/skönnuðum afritumgegn sérstöku gjaldi.
 7. Yfirtökuvottorð (Supersede certificate) er gefið út gegn gjaldi ef breytingar óskast á útgefnu vottorði. 
 8. Tilbúin vottorð verða sett í móttöku á skrifstofu Inn- og útflutnings að Stórhöfða 23 í Reykjavík, þar sem hægt verður að nálgast þau eða fá þau send í almennum pósti skv. beiðni.
 9. Kostnaður vegna ofangreinds, þ.m.t. eftirlitmeð hleðslu sendingar og útgáfa vottorða greiðist af útflytjanda. 

Upplýsingar um útgáfu heilbrigðisvottorða fyrir fiskafurðir veita eftirfarandi aðilar:

 • sigmar.halldorsson hjá mast.is
 • haukur.bragason hjá mast.is

Ítarefni

Útflutningur búfjárafurða

Eftirfarandi reglum um útgáfu heilbrigðisvottorða með sendingum búfjárafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) er ætlað að skipuleggja vinnu við eftirlit og útgáfu vottorða. Tilgangur reglnanna er að gera útgáfuna skilvirka og í samræmi við gildandi löggjöf og alþjóðareglur.

Reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða með búfjárafurðum til ríkja utan EES:

 1. Heilbrigðisvottorð skulu að gefin út áður en sending fer frá Íslandi. 
 2. Opinbert eftirlit með sendingu skal framkvæmt af Matvælastofnun áður en vottorð er gefið út. Fyrir hverja sendingu skal útflytjandi fylla út hleðslustaðfestingu og senda ásamt fylgigögnum til héraðsdýralæknis viðeigandi umdæmis.
 3. Umsækjandi heilbrigðisvottorðs fyllir út viðeigandi vottorð og sendir rafrænt til Inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar á utflutningur@mast.is. Afgreiðslutími heilbrigðisvottorða er á virkum dögum og skal vera a.m.k. 24 klst. Umsóknir sem berast fyrir hádegi kl. 8-12 verða afgreiddar kl. 8-12 daginn eftir. Umsóknir sem koma inn kl. 12-16 verða afgreiddar á tímabilinu kl. 13-16 daginn eftir. Styttri afgreiðslutími er mögulegur fyrir ferskar afurðir.
 4. Sendandi (Consignor) í heilbrigðisvottorði skal vera með kennitölu á Íslandi. Aðili með kennitölu á Íslandi getur verið skráður sendandi í heilbrigðisvottorði fyrir hönd erlendra aðila.
 5. Umsækjandi fær afhent eitt frumrit af vottorði og eitt afrit. Eitt afrit er geymt hjá Matvælastofnun. Hægt er að óska eftir fleiri afritum/skönnuðum afritum gegn sérstöku gjaldi
 6. Tilbúin vottorð verða sett í móttöku á skrifstofu inn- og útflutnings að Stórhöfða 23 í Reykjavík, þar sem hægt verður að nálgast þau eða fá þau send í almennum pósti skv. beiðni.
 7. Kostnaður vegna ofangreinds, þ.m.t. eftirlit með hleðslu sendingar og útgáfa vottorðs greiðist af útflytjanda.

Ítarefni

Útflutningur til Tollabandalags Rússlands, Hvítarússlands og Kasakstans

Löggjöf Tollabandalagsins

Fyrirtæki með leyfi

Gátlisti og leiðbeiningar

Útflutningur til Hong Kong

Leiðbeiningar um skráningu fiskvinnslna, viðskiptaaðila og fiskafurða fyrir Kínamarkað

Skráningar skiptast í þrennt:

1. Skráning fyrirtækja sem framleiða fiskafurðir sem ætlaðar eru fyrir Kínamarkað.
2. Skráning viðskiptaaðila, þ.e. útflytjenda („exporters / traders“) á Íslandi og innflytjenda („importers“) í Kína.
3. Skráning fiskafurða miðað við fisktegundir og vinnsluaðferð vegna útflutnings til Kína. 

1. Skráning fiskvinnslna

Framleiðslufyrirtæki sem framleiða fiskafurðir sem fluttar eru til Kína, þurfa að vera skráðar hjá yfirvöldum í Kína.  Matvælastofnun (MAST) hefur milligöngu um skráningu.  Umsókn um skráningu er send  MAST í gegnum þjónustugátt, sjá https://umsokn.mast.is/.
Vakin er athygli á að ekki er heimilt að flytja út nema frá þeim fiskvinnslum sem eru á lista. 

2. Skráning viðskiptaaðila

Viðskiptaaðilar sem koma að Kínaviðskiptum, (þ.e. útflytjendur á Íslandi og innflytjendur í Kína), skulu vera skráðir hjá innflutningsyfirvöldum í Kína. Skráning þessi er í gegnum kínverska heimasíðu og er þeim sem ætla að skráð sig bent á að fá aðstoð hjá viðskiptafélaga í Kína eða öðrum þar sem hluti skráningar kann að vera á kínversku, sjá http://ire.eciq.cn. Nauðsynlegt er að varðveita númer sem verður til við þessa skráningu, þar sem það gildir hver sem viðtakandinn er af vörunni.

3. Skráning fiskafurða 

Í gildi er listi yfir þær afurðategundir sem flytja má út frá Íslandi til Kína (listinn er í vinnslu).  Umsóknir um nýjar afurðategundir fara í sérstak áhættumat í Kína.  Hluti af slíku mati er síðan úttekt hér á landi af hálfu kínverskra yfirvalda. Kostnaður vegna slíkrar úttektar skal greiðast af viðkomandi hagsmunaaðilum.

Það skal tekið fram að ekki er ætlast til að fyrirtæki skrái sig og vörur sínar til vonar og vara, eða í því falli að til viðskipta kunni að koma á næstu árum. Það getur leitt til vandkvæða, því kínversk yfirvöld munu sannreyna upplýsingar þessar.
Ennfremur er mikilvægt að allar skráningar séu réttar  og nákvæmar.


Upplýsingar veita Sigmar Halldórsson (sigmar.halldorsson hjá mast.is, Sigurður Örn Hansson (sigurdur.hansson hjá mast.is) og Þorvaldur H. Þórðarson (thorvaldur.thordarson hjá mast.is) hjá Matvælastofnun.