• Email
 • Prenta

Innflutningur frá ríkjum utan EES

YfirlitMeginskilyrði fyrir innflutningi á dýraafurðum frá ríkum utan EES 

 1. Innflutningurinn skal tilkynntur með 24 klst. fyrirvara og skráður í TRACES, sem er samevrópskt kerfi fyrir útgáfu á samræmdu innflutningsvottorði fyrir dýraafurðir (CVEDP). Tilkynningar sem berast eftir komu sendingar til landsins valda töfum á afgreiðslu vörunnar til innflytjanda og aukaálagi hjá Matvælastofnun. Eftirlit og útgáfa innflutningsskjala verður þannig tímafrekari og hefur í för með sér aukinn eftirlitskostnað.
 2. Varan skal vera framleidd í viðurkenndri starfsstöð, skv. meðfylgjandi skrá ESB.  
 3. Varan skal vera merkt með samþykkisnúmeri viðurkenndu starfsstöðvarinnar.
 4. Sendingunni skal fylgja frumrit af heilbrigðisvottorði fyrir Evrópumarkað, gefið út af yfirvöldum útflutningslands, eða yfirlýsing skipstjóra þegar um er að ræða beina löndun frystiskipa.
 5. Afurðirnar mega einungis koma til landsins á þar til samþykkta landamærastöð.

Leiðbeiningar vegna innflutnings á afurðum úr dýraríkinu frá ríkjum utan EES - CVED  

Um innflutning dýraafurða frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 1044/2011. 

Skylt er að tilkynna Matvælastofnun með fyrirvara um komu sendingar til landsins.

CVED (Samræmda dýraheilbrigðis- og innflutningsvottorðið)

 • er vottorð til staðfestingar heilbrigðiseftirliti með vörum sem fluttar eru inn á Evrópska efnahagssvæðið (EES) frá þriðja ríki

 • er ætlað fyrir allar vörusendingar sem koma inn á landamærastöðvar.

 • þarf fyrir sendingar til innflutnings á EES og þar með í frítt flæði innan svæðisins

Íslenskar landamærastöðvar

Hér að neðan má sjá staðsetningu íslenskra landamærastöðva, TRACES númer, gerð og leyfi fyrir afurðir og dýr.


Landamærastöð

TRACES númer

Leyfi

Geymsluskilyrði afurða
(Hitastig/ pökkun)

1

Reykjavík, Eimskip

REY1a

Allar afurðir til manneldis
Allar afurðir ekki til manneldis

Allt / pakkað
Allt/ pakkað

2

Reykjavík, Samskip

REY1b

Fiskafurðir til manneldis
Fiskimjöl/ lýsi ekki til manneldis

Frosið, umhverfishiti/ pakkað
Umhverfishiti/ pakkað

3

Hafnarfjörður

HAF1

Fiskafurðir til manneldis
Fiskimjöl/ lýsi ekki til manneldis

Allt/ pakkað
Umhverfishiti/ pakkað

4

Keflavíkurflugvöllur

KEF4

Allar afurðir til manneldis
Allar afurðir ekki til manneldis
Lifandi fiskeldisdýr

Allt/ pakkað
Allt/ pakkað
Allt

5

Þorlákshöfn

THH1

Fiskafurðir til manneldis
Lýsi til manneldis
Lýsi ekki til manneldis

Frosið/ pakkað
Umhverfishiti
Umhverfishiti

TRACES  

Útfylling á CVED fer fram í gegnum TRACES gagnagrunninn. TRACES er samræmt viðskipta og skráningarkerfi fyrir innflutning á dýraafurðum frá þriðju ríkjum til ríkja innan EES.


Fylgiskjöl (gámar):
 • CVED - Fyrri hluti útfylltur og undirskrifaður af innflytjanda*
 • Heilbrigðisvottorð
 • Tilkynning um innflutning (Notice) frá flutningafyrirtæki

Fylgiskjöl (skip - bein löndun):

 • CVED - Fyrri hluti útfylltur og undirskrifaður af innflytjanda*
 • Heilbrigðisvottorð þarf fyrir verksmiðjuskip (factory vessel, FV), en fyrir frystiskip (freezer vessel, ZV) nægir yfirlýsing skipstjóra (Captain's Declaration)
 • Lestarkort (cargo plan)
*útbúa þarf eitt CVED fyrir hvert vörunúmer (commodity code). Dæmi um mismunandi vöruflokka eru 0303 fyrir frosinn, heilan fisk og 0304 fyrir frosin flök.

Matvælastofnun afgreiðir síðan leyfið og sendir innflytjanda staðfest afrit með skráningarnúmeri sendingar. Skráningarnúmer (local reference no.) skráist síðan í reit 14 á aðflutningsskýrslu vegna tollafgreiðslu vörunnar.

Löndun af skipum þriðju ríkja

    Eyðublað: Captains Declaration -Yfirlýsing skipstjóra vegna löndunar af skipum þriðju ríkja

Vinnslur með leyfi til innflutnings á EES svæði

    Vinnslur með leyfi til innflutnings á EES svæði - Vefur Evrópusambandsins

Umflutningur (transit) á ósamþykktum dýraafurðum frá upprunalöndum utan EES/ESB

Heimilt er að flytja ósamþykktar dýraafurðir í umflutningi um landið (transit) ef þær eiga að fara beint um borð í skip.

Umflutningsreglur gilda um dýraafurðir sem upprunnar eru frá viðurkenndum ríkjum utan EES (landalistar) og afurðirnar uppfylla ekki kröfur ESB/EES um framleiðslu í samþykktri starfsstöð:

a. Umflutningur á ósamþykktum afurðum sem koma beint með flugi eða skipi frá ríkjum utan EES/ESB og eiga að fara beint í skip við Íslandsstrendur:
  • Skal tilkynnast fyrirfram af ábyrgðarmanni sendingar til Matvælastofnunar með því að nota 1. hluta CVED í TRACES
  • Heilbrigðisvottorðs* er krafist
b. Umflutningur á ósamþykktum dýraafurðum sem afgreiddar hafa verið frá samþykktri tollvörugeymslu/ tollfrjálsu vöruhúsi/ tollfrjálsu svæði í Evrópu og eiga að fara beint um borð í skip við Íslandsstrendur:
  • Skal tilkynnast fyrirfram til Matvælastofnunar af ábyrgðaraðila geymslunnar með CVED eða dóttur CVED í TRACES
  • Ásamt heilbrigðisvottorði í viðauka í Ákvörðun 2000/571/EC

Umflutningur um Ísland:

 • Getur eingöngu verið beint um borð í skip
 • Óbeinn umflutningur er óheimill, þ.e. með viðkomu í geymslu á Íslandi
 • Engin tollvörugeymsla, tollfrjálst vöruhús eða tollfrjálst svæði er samþykkt hérlendis  samkvæmt 13. gr. reglugerðar nr. 1044/2011, til geymslu á ósamþykktum dýraafurðum

 
*Sendingunni fylgi frumrit af heilbrigðisvottorði fyrir Evrópumarkað (ESB-transit vottorð), gefið út af yfirvöldum útflutningslands. 

Kostnaður vegna innflutnings

Gjald fyrir innflutningseftirlit er skv. tímagjaldi  skv. 4. gr.  reglugerðar nr.  234/2010 um gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar.

    Seinkun á TRACES-tilkynningu vegna innflutnings dýraafurða frá ríkjum utan EES

Vakin er athygli á að skylt er að tilkynna Matvælastofnun með 24 klst. fyrirvara um komu sendingar til landsins skv. 3. gr. reglugerðar nr. 1044/2011 um eftirlit með innflutning á dýraafurðum frá ríkjum utan EES.

Tilkynningar sem berast eftir komu sendingar til landsins valda töfum á afgreiðslu vörunnar til innflytjanda og aukaálagi hjá Matvælastofnun. Eftirlit og útgáfa innflutningsskjala verður þannig tímafrekari og hefur í för með sér aukinn eftirlitskostnað.

Búast má við viðbótargjaldi sem nemur að lágmarki 2 klst. eftirlitsmanns, sem reiknast á eftirlit vegna innflutnings dýraafurða frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, berist TRACES-tilkynning síðar en 24 klst. fyrir komu sendingar til landsins. 

Viðbótargjaldið er sett á með heimild í gr. 54 og 55 reglugerðar (EB) nr. 882/2004 sem tók gildi með reglugerð nr. 106/2010 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt.

Eldhússúrgangur frá flutningum í alþjóðlegri umferð

Matvælastofnun hefur eftirlit með innflutningi dýraafurða frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Hluti eftirlitsins snýr að eftirfylgni með kröfum um meðferð eldhússúrgangs frá farartækjum í alþjóðlegri umferð. 

Eftirfarandi upplýsingar eru um fyrirkomulag sem gildir um meðferð á eldhúsúrgangi frá flutningum í alþjóðlegri umferð:

Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða

 • Lög nr. 55/1998 um sjávarafurðir.
 • Lög nr. 93/1995 um matvæli.
 • Lög nr. 22/1994 um eftirlit með áburði, sáðvöru og fóðri
 • Lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
 • Reglugerð nr. 1044/2011 um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkum utan EES. Reglugerð nr. 1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins. 

Fræðsluefni