• Email
 • Prenta

Innflutningur frá ríkjum innan EES

Lög og reglugerðir

Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða

 • Reglugerð nr. 1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins

Innflutningur á afurðum: 

Innflutningur á vörum sem Matvælastofnun hefur eftirlit með: 

Fylla skal út viðeigandi eyðublað og senda til MAST á samt nauðsynlegum fylgiskjölum, sjá nánar undir hverjum afurðaflokki.

 • Tilkynning - Innflutningur á dýraafurðum, áburði, fóðri, plöntum, sáðvöru og matvælum
 • Tilkynning - Endursendar dýraafurðir
 • Umsókn - Innflutningur á sýnishornum af dýraafurðum frá þriðju ríkjum
 • Captain's Declaration - Yfirlýsing skipstjóra vegna löndunar af skipum þriðju ríkja

Upplýsingar um nauðsynleg fylgiskjöl:

Innflutningur dýraafurða á vegum einstaklinga (ferðamenn/póstsendingar) til einkaneyslu 

Ferðamenn frá þriðju ríkjum, þ.e. löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins mega ekki hafa meðferðis kjöt- og mjólkurvörur til Íslands Bann við innflutningi dýraafurða gildir ekki um flutning til Íslands frá öðrum EES löndum né frá Andorra, San Marino eða Sviss.

Undanþágur
 • Allt að 2 kg af ungbarnamjólkurdufti, ungbarnafæði og sjúkrafæði sem nauðsynlegt er viðkomandi vegna læknisfræðilegra ástæðna auk sjúkrafóðurs fyrir gæludýr að uppfylltum þeim skilyrðum að varan geymist við stofuhita; að hún sé í neytendapakkningum frá framleiðanda og að innsigli pakkningar sé órofið nema varan sé í notkun.
 • Allt að 10 kg af kjöt- og mjólkurvörum frá Grænlandi og Færeyjum
 • Allt að 20 kg af fiskafurðum eða einn fisk (ef þyngri en 20 kg). Þó eru engar magntakmarkanir á fiskafurðum frá Færeyjum.
 • Allt að 2 kg af öðrum dýraafurðum sem teljast til matvæla, svo sem hunangi, ostrum, kræklingi og sniglum.
 • Allt að 2 kg af niðursoðnum dýraafurðum sem hafa Fo gildi 3.00 eða hærra.

Ofangreint gildir einnig um póstsendingar til einstaklinga og á einungis við um matvæli til einkaneyslu og ekki til sölu eða dreifingarDýraafurðir til manneldis: 

Leiðbeiningar um innflutning á kjöt- og mjólkurafurðum til Íslands frá EES ríkjum (íslenska)
Leiðbeiningar um innflutning á kjöt- og mjólkurafurðum til Íslands frá EES ríkjum (enska)

Fylgiskjöl:

 • Vörureikningur
 • Annað (í vissum tilfellum):
  • CVED (almennt innflutningsskjal) sé eftir því óskað

Fylgiskjöl fyrir hrátt kjöt:

 • Vottorð sem staðfestir að vörurnar hafi verið geymdar við a.m.k. -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu.
 • Opinbert vottorð sem staðfestir að afurðirnar séu lausar við salmonellusýkla.

Endursendar dýraafurðir frá ríkum innan EES:

Fylgiskjöl:

 • Tilkynning um innflutning (Notice) frá flutningafyrirtæki
 • Skrifleg staðfesting um ástæður fyrir endursendingu vöru
 • Kreditreikningur

Matvælastofnun skoðar allar endursendar sjávarafurðir og tekur sýni til rannsókna ef ástæða er til.

Staðfesting á að flytja megi tilkynnta sendingu inn til landsins er bundin því skilyrði að Matvælastofnun geri ekki athugasemdir við innflutninginn. Tryggja þarf að varan sé sannanlega frá EES-ríki eða í frjálsu flæði innan þeirra, hún sé ekki á lista yfir vörur sem geta valdið dýrum eða mönnum hættu. Staðfesting þessi þarf að liggja fyrir hjá tollstjóra áður en tollafgreiðsla viðkomandi vörusendingar fer fram.

Innflutningur á sýnishornum af dýraafurðum frá ríkum utan EES:

Innflutningur á sýnishornum af sjávarafurðum sem ætlaðar eru til sýningar, ákveðinna rannsókna eða efnagreininga.

Fylgiskjöl:

 • Tilkynning um innflutning (Notice) frá flutningafyrirtæki
 • Vörureikningur

Innflutningur á sýnishornum er tilkynningarskyldur áður en varan kemur til landsins. Matvælastofnun þarf að ganga úr skugga um að vörusending flokkist undir sýnishorn eða sé ætluð til sýningar, rannsókna eða efnagreininga og sé ekki ætluð til manneldis eða sölu.

Matvæli, sem eru ekki af dýruppruna:

Fylgiskjöl:

 • Vörureikningur.

Nánari upplýsingar um matvæli sem eru undir eftirlit má finna á:

    Aukið innflutningseftirlit á matvælum og fóðri sem eru ekki úr dýraríkinu

Áburður

Fylgiskjöl:

 • Vörureikningur og komutilkynning þar sem fram koma vöruheiti  innfluttrar vöru eins og þau eru skráð hjá Matvælastofnun.
 • Yfirlýsing frá framleiðanda um að áburðurinn innihaldi ekki meira kadmíum (Cd) en 50 mg. á hvert kg. fosfórs.

Fóður

Fylgiskjöl:

 • Vörureikningur og komutilkynning þar sem fram koma vöruheiti  innfluttrar vöru eins og þau eru skráð hjá Matvælastofnun og vörunúmer (strikanúmer) þeirra.
 • Innihaldi fóður fyrir dýr til manneldis mjólkurafurðir þarf að fylgja yfirlýsing frá framleiðanda um að þær séu unnar úr gerilsneyddri mjólk.
 • Sé fóður unnið úr dýraafurðum upprunnið utan EES-svæðisins, en flutt inn frá ríki innan EES-svæðis þarf samræmt dýraheilbrigðis- og innflutningsvottorð (CVED) að fylgja innflutningstilkynningu.
 • Komi fóður unnið úr dýraafurðum frá ríki utan EES-svæðisins þarf opinbert heilbrigðisvottorð að fylgja því. Slíkur innflutningur skal fara í gegn um landamærastöð og tilkynnast í „TRACES“.

Plöntur

Innflutningur á plöntum og plöntuafurðum er samkvæmt reglugerð 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum. Til plantna og plöntuafurða teljast m.a.: Lifandi jurtir og viðarplöntur og lifandi hlutar þeirra s.s. græðlingar, rótar- og stöngulhnýði, laukar, jarðstönglar, afskorin blóm, felld tré með greinum, trjágreinar, plöntuvef í vefjaræktun. Einnig trjáviður með berki, og mold.

Fylgiskjöl:

 • Plöntuheilbrigðisvottorð (Phytosanitary certificate)
 • Ef plönturnar eru ræktaðar í öðru landi en útflutningslandi skal fylgja endurútflutningsvottorð (Re-export) ásamt afriti af því plöntuheilbrigðisvottorði sem fylgdi plöntunum inn í útflutningslandið.
 • Vörureikningur

Ef Matvælastofnun gerir ekki athugasemdir við innflutning á plöntum og plöntuafurðum eða fylgiskjöl, heimilar stofnunin innflutninginn með áritun á plöntuheilbrigðisvottorð eða endurútflutningsvottorð.

Sáðvara:

Tilkynna skal allan innflutning á fræjum til Matvælastofnunar og gefur stofnunin út innflutningsheimild. Matvælastofnun fylgir eftir að sáðvaran uppfylli skilyrði um gæði.

Fylgiskjöl:

 • Vörureikningur
 • Gæðavottorð (þ.e. upplýsingar um hreinleika og spírunarhæfni)

Lífrænar varnir

Innflutningur á ákveðnum smádýrum til lífrænna varna eða frjóvgunar í gróðurhúsum og búfjárhúsum sem hlotið hafa undanþágu til innflutnings.

Fylgiskjöl:

 • Vörureikningur