Frestur til þess að skila haustskýrslum framlengdur

Kindur
21.11.2019 Fréttir - Búnaðarmál

Frestur til þess að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til 1. desember 2019. Aðgangur að Bústofni fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli.

Hestaeigendum/umráðamönnum býðst nú takmarkaður aðgangur að WorldFeng með innskráningu í gegnum island.is, þar sem hægt er að ganga frá haustskýrslu með svokölluðum hjarðarbókaraðgangi, sjá nánar á www.worldfengur.com. Öllum hestaeigendum/umráðmönnum ber að skila haustskýrslu, skila skal upplýsingum um fjölda hrossa, staðsetningu þeirra og hver er skráður umráðamaður.

Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML.

Ítarefni

Til baka