Dýralæknir svínasjúkdóma

Aðalskrifstofa Matvælastofnunar
03.10.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf sérgreinadýralæknis svínasjúkdóma. Um fullt starf er að ræða á starfsstöð stofnunarinnar á Selfossi frá 1. janúar 2020.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirumsjón með sjúkdómum svína og almennu heilbrigði og velferð þeirra
 • Umsjón með súnum og súnuvöldum tengt svínum
 • Þátttaka í teymum er varða starfið, s.s. samræming eftirlits, greining gagna og skýrslugerð
 • Vinna að matvælaöryggi og súnusjúkdómum
 • Fylgjast með löggjöf og þróun á sínu starfssviði, þ.m.t. erlent samstarf
 • Fræðsla og upplýsingagjöf

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Dýralæknir
 • Framhaldsmenntun á sviði svínasjúkdóma æskileg
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Reynsla af opinberu eftirliti er æskileg
 • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta
 • Gott vald á íslensku

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir í síma 530 4800 og á netfanginu sigurborg.dadadottir hjá mast.is. Sótt er um starfið í þjónustugátt Matvælastofnunar undir efnislínunni „Sérgreinadýralæknir svínasjúkdóma“. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2019. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

Til baka