Minnt á breyttan umsóknarfrest jarðræktarstyrkja & landgreiðslna

Jarðrækt
27.09.2019 Fréttir - Búnaðarmál

Matvælastofnun minnir bændur á breyttan umsóknarfrest jarðræktarstyrkja og landgreiðslna. Umsóknarfresturinn er 1. október nk. og verður hann ekki framlengdur.

Opið er fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á yfirstandandi ári á Bændatorginu.

Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað geta sótt um jarðræktarstyrk og landgreiðslur. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í Jörð skv. 13. gr. sömu reglugerðar.

Ítarefni

Til baka