Nýliðunarstuðningur – umsóknarfrestur útrunninn

Gras
03.09.2019 Fréttir - Búnaðarmál

Þann 1. september rann út umsóknarfrestur fyrir nýliðunarstuðning í landbúnaði. Alls bárust 60 umsóknir og mun öllum umsækjendum verða svarað fyrir 1. desember.

Eins og fram kom á umsóknareyðublaðinu og í auglýsingum um styrkinn er umsóknum forgangsraðað með tilliti til menntunar, jafnréttissjónarmiða og heildarmats en nánari vinnureglur er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar.

Stuðningur getur að hámarki numið 20% af heildarfjárfestingakostnaði á ári og skulu framlög til einstakra nýliða ekki vera hærri en níu milljónir króna í heildarstuðning.

Ítarefni

Til baka