Eftirlitsdýralæknir á Akureyri

Húsakynni MAST
22.08.2019 Fréttir - Lausar stöður

50% staða eftirlitsdýralæknis við umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar á Akureyri er laus til umsóknar. Aðsetur annars staðar innan umdæmisins en á Akureyri er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsdýralæknir sinnir fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um dýr og matvæli.

Helstu verkefni eru:

 • Heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum
 • Eftirlitsstörf á sviði matvæla, dýraheilbrigðis og dýravelferðar
 • Eftirlit með velferð dýra

Jafnframt felst í starfinu sýnatökur og samskipti við opinberar stofnanir. 

Hæfnikröfur

 • Dýralæknismenntun og starfsleyfi sem dýralæknir
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti ensku
 • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið

Sótt er um starfið á þjónustugátt MAST á vef MAST www.mast.is og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir, olafur.jonsson hjá mast.is í síma 530 4800. Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

Til baka