Geislun á neysluvatni

15.08.2019 Fréttir - Matvælaöryggi

Sé þörf á sótthreinsun neysluvatns er ein leið að nota útfjólublátt ljós. Til eru geislunartæki af ýmsum stærðum og gerðum, tæki sem henta stórum veitum sveitafélaga og tæki sem henta litlum einkaveitum. Þá eru litlar líkur á að geisluninni fylgi myndun óæskilegra hliðar- eða niðurbrotsefna, í því magni að það hafi áhrif á heilsu neytenda.

Matvælastofnun hefur tekið saman nokkra punkta varðandi geislun á neysluvatni. Upplýsingarnar ættu að nýtast þeim sem þurfa að sótthreinsa neysluvatn, hvort heldur það eru vatnsveitur sveitarfélaga eða einstaklingar með einkavatnsból eins og sumarhúsaeigendur.

Ítarefni

Til baka