Tillaga að rekstrarleyfi Fjarðalax í Patreks- og Tálknafirði

lax
05.07.2019 Fréttir - Matvælaöryggi
Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Fjarðalax ehf. vegna laxeldis í Patreks- og Tálknafirði.

Rekstrarleyfi Fjarðalax vegna eldisins var gefið út þann 22. desember 2017 en var fellt úr gildi af úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem talinn var skortur á umræðu um valkosti í umhverfismati. Unnið er með eldri umsókn og ný gögn sem rekstaraðili hefur lagt fram vegna eldisins.

Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. ágúst 2019.

Ítarefni

Til baka