Umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

07.06.2019 Fréttir - Búnaðarmál
Í samræmi við reglugerð um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018, IV. kafla skal umsóknum um nýliðunarstuðning í landbúnaði skilað inn rafrænt á Bændatorginu eigi síðar en 1. september n.k.

Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.

Til að eiga rétt á nýliðunarstuðningi þarf að uppfylla kröfur skv. 16. gr. reglugerðarinnar og eru meðal annars: 


a. Umsækjandi sé á aldrinum 18-40 ára á því ári sem óskað er eftir stuðningi.
b. Er að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafa leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarári.

Umsóknum er forgangsraðað með tilliti til menntunar, jafnréttissjónarmiða og heildarmats en nánari vinnureglur er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar www.mast.is.

Stuðningur getur að hámarki numið 20% af heildarfjárfestingakostnaði á ári og skulu framlög til einstakra nýliða ekki vera hærri en níu milljónir króna í heildarstuðning.

Til baka