Dýralæknir fisksjúkdómaeftirlits

Matvaelastofnun Dalshrauni
24.04.2019 Fréttir - Lausar stöður

Tímabundin staða dýralæknis fisksjúkdómaeftirlits er laus til umsóknar. Um fullt starf í eitt ár er að ræða á starfsstöð Matvælastofnunar í Hafnarfirði. Viðkomandi dýralæknir vinnur undir faglegri stjórn sérgreinadýralæknis fisksjúkdóma.

Meðal verkefna eru reglulegar sýnatökur í fiskeldi vegna vöktunar sjúkdóma og almennt eftirlit. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 1. júní og verði til 31. maí 2020.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Dýralæknismenntun og réttindi til dýralækninga
  • Sérstök þekking á sjúkdómum eldisfiska æskileg
  • Ökuréttindi
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
  • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Góð norskukunnátta æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir (sigurborg.dadadottir hjá mast.is) í síma 530-4800. Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merktar „Dýralæknir fisksjúkdóma”.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg ferilskrá ásamt afriti af prófskírteini. Umsóknarfrestur er til og með 14. maí n.k. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.

Hjá Matvælastofnun starfa rúmlega 90 starfsmenn. Stofnunin sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla. Gildi stofnunarinnar eru fagmennska, traust og gagnsæi. 

Til baka