Afleysing dýralækna á sviði alifugla, svína og súna

Aðalskrifstofa Matvælastofnunar
03.04.2019 Fréttir - Lausar stöður

Tímabundið hlutastarf tveggja sérgreinadýralækna er laust til umsóknar, um er að ræða störf á sviði alifugla, svína og súna. Um fullt starf er að ræða til 31. des. 2019 með möguleika á framlengingu og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Aðsetur starfsins er á Selfossi, en önnur staðsetning kemur til greina.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér að taka tímabundið yfir hluta verkefna sérgreinadýralæknis alifuglasjúkdóma annars vegar og svínasjúkdóma og súna hins vegar. Um er að ræða eftirlit og sýnatökur í alifugla- og svínarækt með tilheyrandi eftirlitsferðum, aðallega á suðvesturhluta landsins. Eftirlitið er unnið í teymisvinnu. Starfið felur einnig í sér úrvinnslu niðurstaðna rannsókna á súnum, aðallega salmonellu og kampýlóbakter og skýrslugerð því tengdu.

Hæfnikröfur

  • Dýralæknismenntun og er sérmenntun á þessu sviði æskileg
  • Kostur að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit
  • Nákvæmni og sjálfstæði í starfi
  • Skipulags- og samskiptahæfileikar
  • Íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir á netfanginu sigurborg.dadadottir hjá mast.is eða Kristín Hreinsdóttir mannauðsstjóri á netfanginu kristin.hreinsdottir hjá mast.is eða í síma 530 4800. Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merktar „Dýralæknir á sviði alifugla, svína og súna“. Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og afrit af prófskírteini hafi umsækjandi ekki íslenskt dýralæknisleyfi. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands. 

Til baka