Sérfræðingur í upplýsingatækni

Húsakynni MAST
06.02.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling til að sinna starfi sérfræðings í upplýsingatækni. Um er að ræða starf í upplýsingatækniteymi Matvælastofnunar, en teymið mótar stefnu í upplýsingatæknimálum og annast þróun hugbúnaðar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni

  • Greining, ráðgjöf og útfærslur á viðskiptagreindartengdum lausnum
  • Þróun, innleiðing og rekstur upplýsingakerfa

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á hönnun og útfærslu viðskiptagreindarlausna (BI)
  • Þekking og reynsla í notkun Microsoft SQL og SQL
  • Mjög góð þekking á Excel
  • Þekking Microsoft Power BI er kostur
  • Hæfni í teymisvinnu og mannlegum samskiptum
  • Góð þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 

Starfsmaður mun starfa á aðalskrifstofu Matvælastofnunar á Selfossi. Um fullt starf er að ræða og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. 

Nánari upplýsingar veitir María Ragna Lúðvígsdóttir á netfanginu mrl hjá mast.is eða í síma 530 4800. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar. Sótt er um starfið á þjónustugátt MAST á vef stofnunarinnar og skal starfsferilskrá og kynningarbréf fylgja umsókn.

Til baka