Auglýst eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar

06.09.2018 Fréttir - Búnaðarmál

Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt (III kafli).

Umsóknareyðublað er afhent hjá búnaðarstofu Matvælastofnunar að Dalshrauni 1b í Hafnarfirði eða með tölvupósti gegn beiðni (mast@mast.is). Umsóknum skal skilað til búnaðarstofu á Dalshrauni, með bréfpósti eða tölvupósti á netfangið mast@mast.is

Stuðningur til söfnunar ullar er háður því að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði:

  1. Aðili skal vera reiðubúinn að taka við allri vinnsluhæfri ull af öllum framleiðendum sem þess óska. 
  2. Aðili þarf að sækja ull heim til bænda eða taka á móti ullinni á móttökustöð sem ekki er lengra frá hverjum einstökum seljanda ullar en 100 km. 
  3. Að minnsta kosti 30% allrar ullar sem aðili móttekur skal þvegin hér á landi og jafnframt unnið úr þessari sömu ull band, lopi eða samsvarandi vara hérlendis.

Umsóknarfrestur er til 25. september næstkomandi. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 530-4800 / mast@mast.is

Til baka