Sérgreinadýralæknir heilbrigðiseftirlits

Aðalskrifstofa Matvælastofnunar
12.07.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf sérgreinadýralæknis heilbrigðiseftirlits sláturdýra. Um fullt starf er að ræða á starfsstöð stofnunarinnar á Selfossi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Samræming eftirlits með heilbrigði og velferð sláturdýra, þ.m.t. flutningi og aflífun 
 • Samræming eftirlits með sláturaðferðum m.t.t. hreinlætis
 • Samræming eftirlits með aukaafurðum dýra, þ.m.t. meðhöndlun og förgunarleiðir
 • Samræming eftirlits með flokkun og förgun áhættuvefja
 • Útgáfa hæfisskýrteina dýravelferðarfulltrúa sláturhúsa og flutningsaðila sláturdýra
 • Úrvinnsla niðurstaðna eftirlits með afurðum sláturdýra og aukaafurðum dýra
 • Samskipti við sláturleyfishafa og stofnanir
 • Eftirlit með að reglum sérmarkaða sé fylgt 
 • Vinna að matvælaöryggi í samvinnu við aðra sérfræðinga stofnunarinnar
 • Fylgjast með löggjöf og þróun á sínu starfssviði, þ.m.t. erlent samstarf
 • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
 • Fræðsla og upplýsingagjöf

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Dýralæknir
 • Framhaldsmenntun á sviði slátrunar eða hollustuhátta æskileg
 • Reynsla við heilbrigðisskoðun og eftirlit í sláturhúsum
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi 
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta 
 • Gott vald á íslensku

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir í síma 530 4800 (sigurborg.dadadottir hjá mast.is). Umsókn skal senda í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og setja „Heilbrigðiseftirlit“ í efnislínu. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2018. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

Frétt uppfærð 13.07.18 kl. 09:51

Til baka