Launafulltrúi og almenn skrifstofustörf

Húsakynni MAST
12.07.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun leitar að kraftmiklum og fjölhæfum einstaklingi með góða skipulagshæfileika í starf launafulltrúa og skrifstofumanns á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Selfossi. Vinnutími er frá 08:00 til kl 16:00. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni

 • Launavinnsla
 • Aðstoð við yfirmann
 • Ýmis rekstarmál
 • Afleysing móttöku og fleiri starfa
 • Önnur almenn skrifstofustörf og tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla og þekking á launavinnslu
 • Æskilegt að umsækjendur hafi reynslu af launavinnslu í Oracle og Vinnustund
 • Góð almenn tölvukunnátta, sér í lagi góð kunnátta í Excel
 • Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
 • Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð
 • Vilji til að setja sig inn í og vinna ólík verkefni
 • Góð íslensku-  og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarki R. Kristjánsson, forstöðumaður (bjarki.kristjansson hjá mast.is) og Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri (kristin.hreinsdottir hjá mast.is)  í síma 530-4800.

Sótt er um starfið á þjónustugátt MAST á vef MAST og skal starfsferilskrá og kynningarbréf fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Til baka