Umhverfissjóður sjókvíaeldis - ákvörðun MAST staðfest

Lög og reglur
29.12.2017 Fréttir - Dýraheilbrigði

Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að bleikjuræktanda á Norðurlandi væri skylt að greiða árgjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Matvælastofnun hafði lagt gjaldið á samkv. lögum um fiskeldi en greiðandinn taldi álagninguna ólögmæta og kærða hana til ráðuneytis.

Kærandinn hélt því fram að bleikjueldið sem fer fram í sjávarlóni með lágu seltumagni væri kvíaeldi en ekki eldi í sjókvíum. Bleikja væri ferskvatnsfiskur og seltumagn í kvíunum mjög lágt. Gjaldtakan ætti því ekki við.

Í úrskurðinum kemur fram að í rekstrarleyfinu er talað um eldi í sjókvíum. Kvíaeldi sé yfirhugtak sem sjókvíaeldi falli undir. Sjókvíaeldi þurfi ekki að vera staðsett á sjókvíaeldissvæði. Bleikjueldi kæranda byggðist ekki á einangruðu vatnakerfi heldur tengdist í sjó og eðli þessa fiskeldis væri það sama og annað fiskeldi á laxfiskum í sjó. Sömu umhverfissjónarmið ættu við varðandi sleppingar og losun úrgangs. Kæranda væri því skylt að greiða árgjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis.

Ákvörðun Matvælastofnunar var því staðfest.

Ítarefni

Til baka