Fiskeldi – fallist á kröfu MAST um frávísun

lax
14.11.2017 Fréttir - Dýraheilbrigði / Matvælaöryggi
Fiskeldi - Krafa um ógildingu rekstrarleyfis - fallist á kröfu Matvælastofnunar um frávísun
Nýlega féllst héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu Matvælastofnunar o.fl. um að mál væri vísað frá dómi.  Eigendur veiðiréttar í nokkrum lax- og silungsveiðiám höfðu stofnað málsóknarfélag og töldu hættu á eyðingu villtra laxastofna á Íslandi ef stækkun laxeldis í Arnarfirði næði fram að ganga.  Kröfðust þeir m.a. ógildingar rekstrarleyfis Matvælastofnunar og stefndu stofnuninni fyrir dóm.  Stofnunin krafðist frávísunar en til vara sýknu af ógildingarkröfunni.


Málinu var vísað frá dómi vegna þess að málsóknarfélagið taldist ekki standast kröfur laga um slík félög.Til baka