Námskeið um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

16.10.2017 Fréttir - Búnaðarmál

Námskeið um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.

Matvælastofnun heldur undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hafa sótt um aðild að gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu en krafist er að þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárrækt sæki slíkt námskeið. Vakin er athygli framleiðenda sem óska eftir að taka upp gæðastýrða sauðfjárframleiðslu á búi sínu að umsóknum skal skila eigi síðar en 20. nóvember.

 

Staður og tími:

Sauðárkróki þann 23. nóvember í Tjarnarbæ, félagsheimili hestamannafélagsins Skagfirðings kl. 10:00 – 16:30.

Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en 20. nóvember n.k. í síma 530-4800 eða með tölvupósti á netfangið mast@mast.is. Ekki er um sérstakt námskeiðsgjald að ræða en þátttakendur greiða sjálfir fyrir veitingar.


Efni:

Á námskeiðinu verður: 

  • farið yfir lagalegan grundvöll gæðastýringar og stjórnsýslu tengdri gæðastýrðri sauðfjárrækt.
  • farið ítarlega yfir reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 1160/2013, með síðari breytingum, þar sem áhersla er lögð á að skýra alla liði reglugerðarinnar fyrir þátttakendum
  • fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir.
  • farið yfir reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012, með síðari breytingum.
  • farið yfir reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár nr. 1066/2014.
  • farið yfir reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016.
  • fjallað um skýrsluhald í sauðfjárrækt, uppbygginu þess og grundvallaratriði sem standa þarf skil á við þátttöku í skýrsluhaldi.
  • farið yfir notkun á forritinu Jörð.
  • farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap, fóðrun og hirðingu sauðfjár.

*Miðað er við að hámarksfjöldi á hvert námskeið sé 20 manns. Ef þátttaka er ekki næg áskilur Matvælastofnun sér þann rétt að fella niður námskeiðið og færa staðsetningu þess.

Til baka