Dýralæknir á Markaðsstofu í Reykjavík.

20.09.2017 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýralækni á markaðsstofu stofnunarinnar í Reykjavík. Um fullt starf er að ræða og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og eftirlit með inn- og útflutningi lifandi dýra, erfðaefnis, dýraafurða, notaðra landbúnaðar­tækja, o.fl.
  • Útgáfa innflutningsheimilda
  • Útgáfa opinberra heilbrigðisvottorða
  • Leiðbeiningar um inn- og útflutningsmál dýraafurða, lifandi dýra o.fl.
  • Framkvæmd áhættumats vegna innflutningsmála
  • Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir sem tengjast inn- og útflutningseftirliti
  • Fylgjast með smitsjúkdómum í dýrum og dýraafurðum í öðrum ríkjum
  • Fylgjast með löggjöf og þróun á sviði inn- og útflutnings hér á landi og í öðrum ríkjum
  • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
  • Önnur verkefni á verksviði markaðsstofu

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu hafa dýralæknismenntun. Þekking og starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg. Kostur er ef umsækjandi hefur starfað við inn- og útflutningseftirlit eða þekkir til slíkra starfa. Þekking á lögum og reglum EES er kostur. Gerð er krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Nákvæm og fagleg vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt eru áskilin ásamt góðri framkomu og lipurð í samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 9. október 2017. Umsókn ásamt ferilskrá og prófskírteini skal senda í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og skrá í efnislínu „Dýralæknir markaðsstofu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur H. Þórðarson thorvaldur.thordarson@mast.is og Kristín Hreinsdóttir mannauðsstjóri kristin.hreinsdottir@mast.is og í síma 530-4800. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um stofnunina er hægt að nálgast á vefsíðu hennar, www.mast.is.

Til baka