Tvöföld greiðsla til sauðfjárbænda í apríl

03.04.2017
Fréttir -
Búnaðarmál
Samkvæmt ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem byggir á tillögu Framkvæmdanefndar búvörusamninga, greiðir Matvælastofnun tvöfalda mánaðargreiðslu til sauðfjárbænda (sbr. ársáætlun um heildargreiðslur) þann 3. apríl. Í staðinn fellur niður greiðsla í október.