Eftirlit með velferð dýra á Norðurlandi

Húsakynni MAST
20.03.2017 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun leitar að dugmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings við eftirlit með aðbúnaði og velferð dýra á Norðurlandi með starfsstöð á Akureyri. Um 100% starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlit með dýrahaldi þ.á.m. fóðrun, merkingum og aðbúnaði, móttaka og úrvinnsla tilkynninga um illa meðferð á dýrum, öflun og úrvinnsla hagtalna, eftirlit með skráningum um dýrahald og önnur eftirlitsverkefni.

Hæfnikröfur

  • Dýralæknismenntun, búvísindi, búfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Víðtæk þekking á búskap er nauðsynleg
  • Reynsla af opinberu eftirliti er æskileg
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri
  • Skipulagshæfileikar, drifkraftur og geta til að starfa sjálfstætt
  • Samskiptafærni
  • Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir (olafur.jonsson hjá mast.is) og í síma 530 4800. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2017. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, kynningarbréf og prófskírteini. Umsókn sendist í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og skal skrá „Dýraeftirlit“ í efnislínu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Til baka