Framhaldsumsókn um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt

Lamb á beit
13.01.2017 Fréttir - Búnaðarmál

Matvælastofnun auglýsir eftir framhaldsumsóknum um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt samkvæmt reglugerð nr. 1221/2015, Viðauka IV, verklagsreglur um úthlutun bústofnskaupastyrkja til frumbýlinga. Rafrænar umsóknir skal fylla út á Bændatorginu á vef Matvælastofnunar eigi síðar en 1. mars 2017.

Aðeins þeir sem hafa áður fengið nýliðunarstyrk í sauðfjárrækt skv. fyrrgreindri reglugerð sjaldnar en 5 sinnum geta sótt um styrk að þessu sinni. Ekki er tekið við nýjum umsóknum um nýliðun í sauðfjárrækt skv. fyrrgreindri reglugerð, þar sem ný samningur um starfsskilyrði í sauðfjárrækt, dags. 19. febrúar 2016 hefur tekið gildi. Úthlutun árið 2017 er í samræmi við 27. gr. bráðabirgðaákvæði í reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 og er þetta í síðasta skipti sem úthlutað í nýliðunarstyrk í sauðfjárrækt skv. eldri búvörusamningi. 

Ítarefni

Til baka