Nýjar leiðbeiningar um aukefni í matvælum

15.12.2016
Fréttir -
Matvælaöryggi
Matvælastofnun hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um reglur um aukefni í matvælum og eftirlit með þeim.
Leiðbeiningarnar eru ætlaðar eftirlitsaðilum og matvælafyritækjum, en viss atriði í þeim gagnast einnig neytendum. Í þeim er að finna útlistun og skýringar á þeim reglum sem gilda um notkun aukefna í matvælum hér á landi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Þá er í viðaukum leiðbeininganna að finna gátlista með lykilspurningum sem varða notkun og eftirlit með aukefnum í mismunandi matvælafyrirtækjum auk umreiknistuðla fyrir tiltekin efni.
Ítarefni
- Leiðbeiningar Matvælastofnunar um aukefni - reglur og eftirlit
- Upplýsingasíður Matvælastofnunar um aukefni