Aðskotahlutur í bulgur

Neytendavernd
11.11.2015 Fréttir - Innkallanir

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavikur um innköllun á bulgur vegna aðskotarhlutar (fjöður). Fyrirtækið Heilsa hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlitið innkallað eina lotu af vörunni og sent út fréttatilkynningu.

 

  • Vörumerki: Sólgæti. 
  • Vöruheiti: Bulgar Wheat Bulgur. 
  • Strikanúmer: 5024425284352. Nettómagn: 500 g. 
  • Best fyrir: 10.08.2016. 
  • Upprunaland: Tyrkland. 
  • Framleiðandi: Pakkað í Bretlandi fyrir Heilsu ehf. 
  • Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1, 112 Reykjavík. 
  • Dreifing: Fjarðarkaup, verslanir Hagkaupa, verslanir Kjarvals, verslanir Krónunnar, verslun Nóatúns, Lifandi markaður og verslanir Nettó. 

Hægt er að skila vörunni þar sem hún var keypt eða farga henni. 

Ítarefni

Til baka