Opnað fyrir skil á haustskýrslum 2015

Kindur
06.10.2015 Fréttir - Matvælaöryggi / Dýraheilbrigði

Matvælastofnun minnir eigendur / umráðamenn búfjár á að í samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember n.k. um búfjáreign, fóður og landstærðir.

Opnað hefur verið fyrir skráningar og skal haustskýrslu skilað rafrænt á síðunni www.bustofn.is.

Af gefnu tilefni er minnt er á að hross teljast til búfjár og ber eigendum hrossa eins og öðrum búfjáreigendum að skila haustskýrslum.

Ítarefni

Frétt uppfærð 07.10.15

Til baka