Umsóknir um kaup á líflömbum

Lamb á beit
19.06.2015 Fréttir - Dýraheilbrigði

Vakin er athygli bænda á að frestur til umsóknar um líflambakaup er 1. júlí ár hvert. Matvælastofnun svarar umsóknum að jafnaði eigi síðar en 1. ágúst en vegna verkfallsins má reikna með töfum á vinnslu umsókna í ár.

Í ljósi þess óvenjulega sauðfjárdauða sem vart hefur orðið við víðsvegar um landið áskilur Matvælastofnun sér rétt til að stöðva allan flutning sauðfjár án tafar ef aðstæður gefa til kynna hættu á útbreiðslu sjúkdóma.

Ítarefni

Til baka