Nýjustu lög og reglur

Lög og reglur
13.10.2014 Fréttir - Dýraheilbrigði / Matvælaöryggi

Eftirfarandi reglugerðir sem varða matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð og fóður hafa tekið gildi frá 13. maí 2014.

 
 

 • Nr. 454/2014 reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 980/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1334/2008 um bragðefni og tiltekin innihaldsefni matvæla sem hafa bragðgefandi eiginleika til notkunar í og á matvæli og um breytingu á reglugerð EBE nr. 1601/91, reglugerðum EB nr. 2232/96 og (EB) nr. 110/2008 og tilskipun 2000/13/EB.
 • Nr. 463/2014 reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu.
 • Nr. 560/2014 reglugerð um gildistöku reglugerðar EB nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir (EB gerðir 1291/2008, 411/2009, 215/2010, 241/2010, 254/2010, 332/2010, 925/2010, 955/2010, 364/2011, 427/2011, 536/2011, 999/2011, 1132/2011, 1380/2011, 110/2012, 393/2012, 532/2012, 1162/2012, 88/2013).
 • Nr. 661/2014 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 1190/2012 varðandi það markmið Sambandsins að draga úr Salmonella enteritidis og Salmonella typhimurium í hópum kalkúna eins og kveðið er á um í reglugerð ESB nr. 2160/2003.
 • Nr. 664/2014 reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 637/2005 um verkunarstöðvar fyrir hreindýrakjöt.
 • Nr. 665/2014 reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 580/2012 um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litlu magni beint til neytenda og staðbundinna smásölufyrirtækja.
 • Nr. 671/2014 reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 882/2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt.
 • Nr. 707/2014 reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 882/2010 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða.
 • Nr. 808/2014 reglugerð um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína (EB gerð 884/2014).
 • Nr. 831/2014 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 605/2010 um skilyrði varðandi heilbrigði dýra og manna og varðandi heilbrigðisvottorð fyrir dýr og dýraafurðir vegna aðflutnings til Evrópusambandsins á hrámjólk og mjólkurafurðum til manneldis (EB gerðir 914/2011, 957/2012, 300/2013, 209/2014).
 • Nr. 832/2014 reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 978/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum (EB gerðir 1069/2013, 1274/2013, 59/2014).
 • Nr. 833/2014 reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 397/2013 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 231/2012 um nákvæmar skilgreiningar á aukefnum í matvælum sem eru tilgreind í II. og III. viðauka við reglugerð EB nr. 1333/2008 (EB gerð 1274/2013).
 • Nr. 834/2014 reglugerð um matvæli sem eru ætluð ungbörnum og smábörnum, matvæli sem eru notuð í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi og þyngdarstjórnunarfæði í stað alls annars fæðis (EB gerð 609/2013).
 • Nr. 835/2014 reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum (EB gerð 1067/2013).
 • Nr. 836/2014 reglugerð um (17.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri (1138/2013).
 • Nr. 837/2014 reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk (EB gerðir 1056/2013, 1057/2013, 1235/2013).
 • Nr. 838/2014 reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 882/2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt (EB gerð 72/2013).
 • Nr. 839/2014 reglugerð um (69.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri (1006/2013, 1014/2013, 1016/2013, 1059/2013, 1061/2013, 1077/2013, 1101/2013, 1275/2013, 1334/2013).
 • Nr. 840/2014 reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar EB nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir (EB gerðir 437/2013, 866/2013, 1204/2013, 166/2014).
 • Nr. 846/2014 reglugerð um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á fóðri og matvælum, sem eru upprunnin í Japan eða send þaðan, í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu (EB gerð 322/2014)
 • Nr. 847/2014 reglugerð um verndarráðstafanir varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis (EB gerð 743/2013, 840/2014).
 • Nr. 848/2014 reglugerð um sérstök skilyrði fyrir innflutningi á okru og karrílaufi frá Indlandi (EB gerð 885/2014).
 • Nr. 866/2014 reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.
 • Nr. 871/2014 reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar EB nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu (EB gerð 323/2014).
 • Nr. 872/2014 reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 105/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis (EB gerð 1079/2013).
 • Nr. 873/2014 reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu (EB gerð 1079/2013).
 • Nr. 874/2014 reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 136/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 2075/2005 um sértækar reglur um opinbert eftirlit með tríkínu í kjöti (EB gerð 216/2014).
 • Nr. 875/2014 reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 135/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 2073/2005 um örverufræðilegar viðmiðanir fyrir matvæli (EB gerð 1019/2013).
 • Nr. 876/2014 reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 402/2013 um leyfi eða synjun leyfis fyrir heilsufullyrðingu (EB gerðir 378/2012, 379/2012 og 432/2012).
 • Nr. 877/2014 um synjun leyfis fyrir tilteknum heilsufullyrðingum er varða matvæli og vísa hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroskunar eða heilbrigðis barna (EB gerðir 1017/2013, 1066/2013).
 • Nr. 886/2014 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 28/2012 um kröfur vegna útgáfu vottorða vegna innflutnings á tilteknum samsettum afurðum til Sambandsins og umflutnings þeirra gegnum það (EB gerð 468/2012).

Ítarefni

Til baka