Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í Bernaisesósu

Neytendavernd
10.10.2014 Fréttir - Innkallanir

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að Kjarnavörur, í samráði við Heilbrigðiseftirlitið, hafi ákveðið að innkalla Ekta Bernaisesósu undir vörumerkinu MatarGaldur. Ástæða innköllunarinnar er sú að í innihaldslýsingu kemur ekki fram ofnæmis- og óþolsvaldurinn, súlfít.

Samkvæmt reglugerð 503/2005 um merkingu matvæla ber að tiltaka ofnæmis- og óþolsvalda í innihaldslýsingu matvæla. Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim neytendum sem ekki eru viðkvæmir fyrir súlfíti.

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru haldnir ofnæmi eða óþoli fyrir súlfíti eru beðnir um að hafa samband við Kjarnavörur í síma 565-1430.

  • Vörumerki:  MatarGaldur
  • Vöruheiti:  Ekta Bernaisesósa
  • Strikanúmer: 5734110043552
  • Best fyrir:  Allir pökkunardagar til og með 3.1.2015
  • Framleiðandi:  Kjarnavörur
  • Dreifing:  Krónan um allt land og verslanir Víðis (Garðabæ og Skeifunni).

Ítarefni

Til baka